Það má með sanni segja að Edie Sedgwick hafi mætt í eigin persónu á pallinn hjá Marc Jacobs sem sýndi sumarlínuna sína í New York í gær. 60’s mod fílingurinn var alls ráðandi í fötunum, hárinu, makeupinu og umhverfinu. Step up hjá kallinum síðan í vor þar sem þessir rosalegu loðhattar voru til sínis (ég fæ smá hroll þegar ég hugsa um þá). Línan hans Marc er mjög ólík því sem hefur sést núna undanfarið þá sérstakleg munsturlega séð. En nánast allt var röndótt eða munstur sem má rekja aftur til Studio 54 tímabilsins og þegar bresk tíska var að ná yfirráðum í tískuheiminum. Kjólar með túlípana ermum, samfestingar, peeplum, pallíettur, og stórir kragar allt var þetta til sýnis hjá Marc og allt getið þið skoðað hér fyrir neðan.
Það sem kom líka á óvart var hæðin á skónnum en það er ekki oft sem maður sér fyrirsætur í nánast flatbotna skóm….
Förðunarfræðingurinn er svo að undirbúa póst um makeupið í sýningunni! – jeijj;)
EH
Skrifa Innlegg