fbpx

ebay – Lets Party

Framundan er sunnudagskvöld sem er hjá mér oftar en ekki kósýkvöld heima í sófa með sæng og tölvu þar sem ég flakka um á uppáhalds heimasíðunni minni eBay. Einn af stoppustöðunum er “búðin” letsparty þar sem ég finn mér alltaf eitthvað. Fötin eru venjulega öll mjög fínar eftirlíkingar af flíkum sem þið ættuð að kannast við en mér finnst skartið allt líka ótrúlega fallegt – hér er smá sýnishorn af því sem er í boði núna…

Munið áður en þið farið að missa ykkur yfir fínu verði að þá bætist alltaf við tollur sem leggst ofan á verðið þegar varan kemur til landsins. Einnig af því að þessi seljandi er staddur í Kína þá getur biðtíminn verið alltað mánuður. Ég hef þó mjög góða reynslu af þessari búð og alltaf fengið allt rétt og á góðum tíma;)

Það er allt til á eBay munið það – fleiri svona póstar á leiðinni meðal annars hvar ég finn allar vintage gersemarnar!

EH

Sýnikennsla #4

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Jovana

    7. October 2012

    Ókei, vá hvað ég er spennt fyrir ebay færslunum!! Vuhuuu

  2. Hrund

    8. October 2012

    Hæhæ,

    Langaði að forvitnast hvað þú bíður vanalega lengi eftir því sem þú pantar á ebay…?

  3. Ragnheiður

    8. October 2012

    þetta er fallegasta peysa í heimi! verður hægt að panta hana hjá þér?

    • Reykjavík Fashion Journal

      8. October 2012

      Því miður ég er hætt með vefverslunina í bili en þú getur allatf pantað þér hana sjálf:) Linkurinn á verslunina er efst í færslunni;)

  4. Hilrag

    8. October 2012

    Bid spennt eftir fleiri ebay bloggum ;)

    X