fbpx

Dýrindis Ilmur í Flauels Umbúðum

Á ÓskalistanumDolce & GabbanaIlmirJólagjafahugmyndir

Eins og ég skrifaði um um daginn þá er ég farin að verða mjög hrifin af ilmum og sérstaklega þeim sem koma í fallegum umbúðum. Ég fór og kíkti á nokkra flotta um daginn og Dolce&Gabbana Pour Femme ilmurinn í rauðu flauelsumbúðunum greip athygli mína!Ef ég ætti að lýsa ilminum í einu orði myndi það orð vera mýkt. Sumir ilmir finnst mér stundum erta mig smá í nefinu – kannski einmitt sérstaklega núna á meðgöngunni – en það gerir þessi alls ekki. Mér finnst þetta vera svona ilmur sem fer flestum sérstaklega líka af því grunnnótan í honum er vanilla sem er í smá uppáhaldi hjá mér og ilmir sem innihalda vanillu verða nánast ávanabindandi – þið kannist kannski við þá tilfinningu:)

Andlit ilmsins er franska fyritsætan Laetitia Casta sem passar svo sannarlega vel inní miðjarðarhafstemminguna sem er oftar en ekki ríkjandi hjá merkinu sbr. sumarlína næsta árs.

Ilmvatnsglasið er fágað og einfalt í útliti og ilmvatnið sjálft er með léttum bleikum lit svo glæra glasið fær flottan ljósbleikan blæ. Umbúðirnar sjálfar eru svo úr rauðu flaueli – svo ef ykkur vantar góða jólagjafahugmynd fyrir mömmu, dóttur, kærustu, systur eða vinkonu þá mæli ég með þessum ilmi og mér finnst umbúðirnar sem minna mig á hátíðina sem náglast óðfluga ekki skemma fyrir.

EH

B+W

Skrifa Innlegg