fbpx

Dries Van Noten – Fred & Ginger

FashionTrend

Í gær hófst tískuvikan í París og meðal þeirra sem sýndu haustlínur sínar var hönnuðurinn Dries van Noten.

Hann segir innblásturinn koma frá Fred Astaire og Ginger Rogers – þ.e. herraklæðnaður frá 1930 og marabou kjólar, pils og bolir. Fallegir léttir litir við aðra dekkri og áberandi blómamunstur sem sýnir að haustflíkurnar þurfa ekki að vera dökkar og einfaldar. Mér finnst stíliseringin virkilega flott og þá sérstaklega hvernig karlmanns og kvenmannsflíkum var blandað saman í sumum dressum – eins og þær væru að dansa saman –  einhvers staðar sá ég þessu samspili fatnaðarins líkt við Tangó ég myndi frekar segja Vals:)

Marabou pilsin eru uppáhaldsflíkurnar mínar – ótrúlega skemmtilegt að sjá svona stór og mikil pils pöruð saman fyrst við grófa gráa peysu og svo við einfalda hvíta herraskyrtu.
Virkilega flott lína hjá belgíska fatahönnuðinum – ein af mínum uppáhalds.

EH

Leyndarmál Makeup Artistans

Skrifa Innlegg