Leikkonan Drew Barrymore er ekki bara gullfalleg heldur er hún líka ótrúlega klók buisness kona. Frá árinu 2007 hefur hún verið eitt af andlitum snyrtivörumerkisins Cover Girl þar áður var hún andlit Lancome. En nú þegar samningurinn hennar rennur út í janúar 2013 hjá Cover Girl stefnir hún á það að markaðssetja sitt eigið makeup merki sem verður selt í verslunum Wal Mart í Bandaríkjunum. Valið á versluninni gefur það til kynna að merkið verður á góðu verði og gert fyrir hina almennu stelpu/konu. Þetta eru að sjálfsögðu ennþá bara sögusagnir og þeir hjá Cover Girl eru voðalega hljóðir yfir því hvenær samningurinn hennar Drew rennur út. En vörurnar eiga að vera tilbúnar að mestu leyti og þetta er ekki bara í fyrsta sinn sem Drew markaðssetur vörur á fegurðarmarkaðnum heldur er þetta líka í fyrsta sinn sem makeup vörur eru framleiddar sérstaklega fyrir Wal Mart keðjuna.
Það er alltaf nóg af spennandi fréttum úr makeup heiminum og það verður gaman að sjá hvort þessar sögusagnir séu nú ekki byggðar á sterkum grunni;)
EH
Skrifa Innlegg