Fyrirsæturnar sem gengu pallinn fyrir DKNY í New York í gærkvöldi fannst mér þvílíkir töffarar. Síðar kápur og frakkar í svörtu og camel, áberandi munstur, beanie húfur og að sjálfsögðu ullarefnum blandað saman við leður.
Sýningin var skemmtileg, young og eigum við ekki bara að segja hipp og kúl. DKNY er merki sem ég fell alltaf fyrir ég sé mig fyrir mér í nánast öllum þessum dressum. Þó svo mig dreymi um Burberry ár eftir ár þá finnst mér stundum eins og Donna Karan hanni fyrir mig og minn stíl en það eru draumórar eins og annað:)
Hér er það sem mér fannst standa uppúr.
Ótrúlega langar mig mikið í úlpuna hennar Donnu – er búin að reyna að vera með augun opin fyrir einni svona í vetur svo ég held því bara ótrauð áfram fyrir næsta vetur:)
EH
Skrifa Innlegg