fbpx

Dagurinn í dag..

Blog

… er búinn að vera svolítið brjálaður en samt svo skemmtilegur. Við hjúin sitjum nú bara dauðþreytt fyrir framan sjónvarpið með tölvurnar okkar. Ég ákvað að spreyta mig í fyrsta skiptið fyrir aftan myndavélina – ég nefndi það einmitt við Andreu (módelið) hvort hún hefði nokkurn tíman farið í myndatöku þar sem sama manneskjan málaði, stíliseraði, tók myndir, notaði sín eigin föt og sendi módelið út í grenjandi rigningu! mér til mikillar furðu sagði hún “Já! hjá Hildi Yeoman!” – ekki leiðinlegri að líkjast :D

Núna skoða ég bara myndirnar á meðan þær hlaðast inn í tölvuna og ég er bara nokkuð ánægð með fyrstu tilraun en ég er mjög þakklát að hafa fengið að vinna áður með klárum ljósmyndurum maður tekur greinilega vel eftir ómeðvitað:)

Ein baksviðs af Andreu Röfn:)

EH

Vinkonur...

Skrifa Innlegg