Ég er með svo rosalega mikið craving í súkkulaði þessa dagana að það er eiginlega hálfóhugnalegt. En ekki allt súkkulaði bara eina tegund – Toblerone – ég hef ekki lengur tölu á pökkunum sem ég er búin að borða á síðustu vikum. Ég hef aldrei verið mikið fyrir súkkulaði en það er ótrúlega skrítið hvað maður hefur enga stjórn á þörfunum á meðgöngu. Ég held ég þurfi nú samt að fara að hemja mig núna því ég veit ekki alveg hvort ég sé byggð til að koma útúr mér súkkulaði barni:D
Sem betur fer er súkkulaðið ekki það eina svo þegar ég get sagt stopp þá sting ég skærgrænu ótrúlega súru epli uppí mig og maula klaka inná milli.
Eruð þið hinar með einhverjar skemmtilegar cravings sem ykkur langar að deila?
EH
Skrifa Innlegg