Það er alls ekki langt síðan Clare Waight Keller tók við sem yfirhönnuður hjá Chloé af Hönnuh McGibbon sem var búin að gera mjög góða hluti fyrir merkið frá árinu 2009. Sumarlínan hennar Clare finnst mér bara óskaplega falleg – þið sjáið það kannski líka á magninu af myndunum sem fylgja með af línunni.
Flíkurnar eru fallega sniðnar og þó svo nokkrar þeirra væru miklar um sig þá litu efnin út fyrir að vera létt og litirnir virkuðu líka þannig. Mesh efni, götótt efni og pífur allt þetta höfum við séð frá öðrum hönnuðum fyrir næsta sumar svo það er greinilegt að þetta er stíll sem á eftir að vera áberandi og flíkurnar verða ómissandi í fataskápinn. Að lokum langar mig svo aftur að minnast á það hvað hönnuðir eiga það til að vera sniðugir þegar þeir eru með einföld föt að taka hárið alveg frá svo þær fái á njóta sín og það sé ekkert fyrir sem getur truflað augað!
Ég er sérstaklega hrifin af sniðinu á camel jakkanum sem er alveg kragalaus og svo einfaldur og fallegur – þennan eða einhvern svipaðan væri ég til í í sumarskápinn minn.
Uppáhaldið mitt í sýningunni voru skórnir sem voru allir í sterkum metal litum og minntu mig á litina sem voru svo áberandi í Burberry línunni – ég held ég sé svolítið skotin í metal tískunni:)
Hvernig líst ykkur á? – mér er samt allt í einu farið að finnast línan vera kannski of dúlluleg, getur það verið?
EH
Skrifa Innlegg