Á meðan ég skoðaði myndirnar og skrifaði færsluna ómaði lagið Sexyback með Justin Timberlake í eyrunum á mér – það kemur svo sem færslunni á engan hátt við en ég get bara ómögulega skilið afhverju ég hætti nokkurn tíman að hlusta á þetta lag.
Mér finnast línurnar frá Chloé alltaf svo fallegar og þessi er engin undantekning. Claire og merkið gera oft svo eitthvað allt annað en margir af hinum hönnuðunum gera en línan passar samt inní þessa hausttísku. Sniðin eru falleg og vel gerð og það er hugsun á bakvið hvert og eitt dress, það er ekkert dress sem lítur út fyrir að hafa verið gert í flýti eða til þess að þjóna sem uppfyllingarefni. Áherslurnar í línunni voru nokkrar áberandi helst voru flíkurnar með djúpu rúnuðu hálsmálunum sem birtust síðan líka á flíkum þar sem efni í ólíkum litum voru notuð til að greina skilin. Skyrtur voru einnig áberandi og víð snið á buxum og svo var það doppótta mesh efnið – mig langar eiginlega bara að gifta mig í því – og vera bara í hvítum þröngum stuttermabol með rúnuðu hálsmáli við.
Förðunin er í einfaldari kantinum – falleg húð með léttri skyggingu og fókus punkturinn er á augabrúnunum. Þegar flíkurnar eru svona mjúkar og mest megnis úr ljósum litum þá er best að hárið og förðunin sé í fágaðri kantinum svo ekkert sé að stela athyglinni frá fötunum.
Mér finnst Claire Weight Keller líka ótrúleg flott í tauinu – bláar víðar gallabuxur, hvít skyrta og svartir hælar. Smart og svo effortless.
EH
Skrifa Innlegg