Ég kíkti inní Zöru í gær á leiðinni heim úr vinnunni og á móti mér tóku slár fullar af flíkum í hermannagrænum litum og camouflage munstraðar. Mér finnst þessi litur ofboðslega fallegur – kannski helst af því hann fer mér ágætlega….;) en mér finnst samt svo stutt síðan camouflage munstrið var í tísku – mig myndi samt helst langa í leggings buxur í því munstri ef ég ætti að velja mér einhverja flík. Ég vona að þær komi kannski seinna í vetur helst með kósý þykkri teygju í mittið. Þó svo engin af þessum flíkum hafi fengið að fylgja mér heim í þetta sinn fór ég þó ekki tómhent – surprise!
EH
Skrifa Innlegg