fbpx

Camouflage Munstrið Er Mætt Aftur

Ég kíkti inní Zöru í gær á leiðinni heim úr vinnunni og á móti mér tóku slár fullar af flíkum í hermannagrænum litum og camouflage munstraðar. Mér finnst þessi litur ofboðslega fallegur – kannski helst af því hann fer mér ágætlega….;) en mér finnst samt svo stutt síðan camouflage munstrið var í tísku – mig myndi samt helst langa í leggings buxur í því munstri ef ég ætti að velja mér einhverja flík. Ég vona að þær komi kannski seinna í vetur helst með kósý þykkri teygju í mittið. Þó svo engin af þessum flíkum hafi fengið að fylgja mér heim í þetta sinn fór ég þó ekki tómhent – surprise!

EH

Á Allra Vörum - Á Mínum Vörum

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Dagný Björg

    4. September 2012

    Ég er mjög mikið að fíla þenna lit, og einhver flík í camouflage eða hermannagrænu mun pottþétt rata í fataskápinn minn í vetur!

  2. Kristín María

    4. September 2012

    Ég persónulega vil ekki ganga í fötum með hermannamunstri því mér finnst það upphefja stríð og hernað. Ég held að ef einkennisbúningur hermanna er í tísku og fólki finnst það eftirsóknarvert að ganga í fötum sem minna á hann þá er líklegra að fólki finnist stríð jákvætt og jafnvel eftirsóknarvert…að minnsta kosti ekki slæmt.
    Svo fer þessi litur mér ekki vel…en það er annað mál.