Ég hef mikið skrifað um ánægjulega reynslu mína af sjálfbrúnkuvörunum frá St. Tropez. Fyrir stuttu bættist við nýjung hjá merkinu sem er Instant sjálfbrúnkukrem sem þið skolið svo bara af ykkur.
Ég veit ekki með ykkur en ég þarf alveg að setja reminder í símann minn ef ég á að muna að bera á mig sjálfbrúnkukrem fyrir eh sérstakt tilefni. Þessi nýjung er því fullkomin fyrir mig en ég prófaði hana í fyrsta sinn þegar ég gerði makeup lúkk með vörunum úr jólalínu MAC svo ef þið voruð að pæla í því afhverju ég var allt í einu komin með tan þá vitið þið ástæðuna núna;) HÉR sjáið þið fleiri myndir. Varan ætti ekki að fara framhjá ykkur en túpan er frekar stór, silfurlituð og með skærbleikum tappa og stöfum.Hér sjáið þið hvernig liturinn er þegar hann kemur úr túpúnni – hann er rosalega dökkur en það dreifist svo vel úr honum svo það er óþarfi að nota mikið í einu af kreminu. Hér sjáið þið fyrir og eftir myndir – sú fyrir er vinstra megin og ég er alveg ómáluð á henni. Hægra megin er ég bara með kremið. Muninn sjáið þið mestan í hárrótinni hjá mér – annars sést hann voða lítið af því liturinn verður svo náttúrulegur og blandast svo fallega saman við húðina og ykkar litarhaft:)
Það eru eflaust eh sem fara að bera þetta saman í hausnum á sér við mest selda instant tan kremið – að sjálfsögðu er það kremið frá Kanebo. Þetta er mun þéttara og gefur meiri lit, þetta krem er líka ætlað fyrir allan líkamann og gefur þéttan lit. Kanebo gelið er mun náttúrulegra og gefur líka bara heilbrigðan ljóma. Ég sé mun meiri lit þegar ég nota þetta krem en þegar ég nota gelið. Ég myndi nota gelið til að fríska uppá mig en ég mun nota þetta þegar ég vil litinn ;)
… svo er þetta alveg laust við leiðinlegu brúnkulyktina eins og aðrar vörur frá St. Tropez;)
Í næsta tölublaði Reykjavík Makuep Journal fer ég vel yfir flestar sjálfbrúnkuvörurnar sem eru fáanlegar hér á landi. Ég er alfarið á móti ljósabekkjum og nota bara sjálfbrúnkukrem – ég er ein af þeim sem ofnotaði ljósabekki fyrstu árin í menntaskóla og ég dauðsé eftir því. Núna er svo auðvelt að sleppa því að fara í ljós því úrvalið af sjálbrúnkuvörum er svo mikið og svo gott. Í blaðinu ætla ég að gefa góð ráð við notkun á sjálfbrúnkuvörum og hvernig þið undirbúið húðina ykkar svo liturinn endist líka betur og verði fallegri.
EH
Skrifa Innlegg