fbpx

Burt með þriðjudagsþreytuna

Ég hef mikið skrifað um ánægjulega reynslu mína af sjálfbrúnkuvörunum frá St. Tropez. Fyrir stuttu bættist við nýjung hjá merkinu sem er Instant sjálfbrúnkukrem sem þið skolið svo bara af ykkur.

Ég veit ekki með ykkur en ég þarf alveg að setja reminder í símann minn ef ég á að muna að bera á mig sjálfbrúnkukrem fyrir eh sérstakt tilefni. Þessi nýjung er því fullkomin fyrir mig en ég prófaði hana í fyrsta sinn þegar ég gerði makeup lúkk með vörunum úr jólalínu MAC  svo ef þið voruð að pæla í því afhverju ég var allt í einu komin með tan þá vitið þið ástæðuna núna;) HÉR sjáið þið fleiri myndir. instanttanVaran ætti ekki að fara framhjá ykkur en túpan er frekar stór, silfurlituð og með skærbleikum tappa og stöfum.instanttan5Hér sjáið þið hvernig liturinn er þegar hann kemur úr túpúnni – hann er rosalega dökkur en það dreifist svo vel úr honum svo það er óþarfi að nota mikið í einu af kreminu. instanttan4Hér sjáið þið fyrir og eftir myndir – sú fyrir er vinstra megin og ég er alveg ómáluð á henni. Hægra megin er ég bara með kremið. Muninn sjáið þið mestan í hárrótinni hjá mér – annars sést hann voða lítið af því liturinn verður svo náttúrulegur og blandast svo fallega saman við húðina og ykkar litarhaft:)

Það eru eflaust eh sem fara að bera þetta saman í hausnum á sér við mest selda instant tan kremið – að sjálfsögðu er það kremið frá Kanebo. Þetta er mun þéttara og gefur meiri lit, þetta krem er líka ætlað fyrir allan líkamann og gefur þéttan lit. Kanebo gelið er mun náttúrulegra og gefur líka bara heilbrigðan ljóma. Ég sé mun meiri lit þegar ég nota þetta krem en þegar ég nota gelið. Ég myndi nota gelið til að fríska uppá mig en ég mun nota þetta þegar ég vil litinn ;)

… svo er þetta alveg laust við leiðinlegu brúnkulyktina eins og aðrar vörur frá St. Tropez;)

Í næsta tölublaði Reykjavík Makuep Journal fer ég vel yfir flestar sjálfbrúnkuvörurnar sem eru fáanlegar hér á landi. Ég er alfarið á móti ljósabekkjum og nota bara sjálfbrúnkukrem – ég er ein af þeim sem ofnotaði ljósabekki fyrstu árin í menntaskóla og ég dauðsé eftir því. Núna er svo auðvelt að sleppa því að fara í ljós því úrvalið af sjálbrúnkuvörum er svo mikið og svo gott. Í blaðinu ætla ég að gefa góð ráð við notkun á sjálfbrúnkuvörum og hvernig þið undirbúið húðina ykkar svo liturinn endist líka betur og verði fallegri.

EH

Ekki láta þetta fara framhjá ykkur

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Bergdís Ýr

    26. November 2013

    Hvar fást þessar yndiuslegu St. Tropez vörur? Ég leitaði að þeim í Hagkaup kringlunni um helgina og fann ekki :/ …Takk fyrir frábært blogg, ég kem daglega þrátt fyrir að ég skilji ekki alltaf eftir mig spor… :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      26. November 2013

      ohh takk fyrir lesturinn – endilega skildu oftar eftir þig spor – mér finnst svo gaman að heyra frá lesendum;) En þú færð St. Tropez í Hagkaup Kringlan Hagkaup Smáralind, Lyfja, Snyrtistofan Fagra, Snyrtivöruverslunin Jara – Glerártorgi, Urðarapótek, World class – laugar :) Með Hagkaup Kringlunni þá er búðin náttúrulega á tveimur hæðum og ég man bara ekki á hvorri hæðinni merkið er. Ef ég ætti að giska þá myndi ég nú halda að vörurnar væru á annarri hæð. En ef þú finnur þær ekki er um að gera að spurja bara:)

  2. Bergdís Ýr Guðmundsdóttir

    26. November 2013

    En frábært bloggið þitt, ég kíki á hverjum degi og stundum oft á dag ;) …. EN hvar fær maður ST. Tropez? Einhver sagði mér að þeta fengist í Hagkaup, kíkti í Haugkaup Kringlunni um helgina og fann ekkert :/

    • Reykjavík Fashion Journal

      26. November 2013

      hæhæ:) Takk kærlega fyrir lesturinn!! En vörurnar eiga að fást í Hagkaup Kringlunni en hvort þær séu á 1. hæð eða 2. hæð man ég ekki. En skv. Facebook síðu St. Tropez eru þetta sölustaðirnir á Íslandi – Hagkaup Kringlan Hagkaup Smáralind, Lyfja, Snyrtistofan Fagra, Snyrtivöruverslunin Jara – Glerártorgi, Urðarapótek, World class – laugar :)

  3. Ása Regins

    26. November 2013

    Erna þú ferð að setja mig á hausinn !!! Ég þarf þetta fyrir jólin !

  4. Kamilla Dóra Jónsdóttir

    26. November 2013

    Hæhæ, smitast kremið í föt? Ég er að fara á árshátíð í skólanum mínum á föstudaginn og kjóllinn minn er hvítur, mig langar svo að vera með smá lit :) Takk fyrir æðislegt blogg!!

    • Reykjavík Fashion Journal

      26. November 2013

      Ahh… ég tékkaði ekki á því – en ég er í fljótu bragði búin að lesa mér meira til um kremið með þessa spurningu þína til hliðsjónar og ég finn ekki neitt í fljótu bragði. Reyndar sé ég að það er sérstaklega tekið fram að liturinn rennur ekki til í rigningu. Þegar ég prófaði kremið fann ég að það þornaði alveg. Það smitaðist ekki til þó ég setti hyljara yfir húðina heldur varð það bara eins og venjuleg sjálfsbrúnkukrem – liturinn festist mjög vel. Svo ég held að þú ættir að vera góð – kíktu alla vega á þetta krem. Getur þá kannski fengið að prófa að setja það á handabakið – labbað einn hring í Kringlunni eða Smáralind og testað kremið og séð hvort það virkar fyrir þig :)

      • Kamilla Dóra Jónsdóttir

        26. November 2013

        Tékka það, takk :) Ég á líka starter kit-ið frá þeim sem ég var að pæla í að prófa, málið er bara að ég er að sýna á danssýningu daginn eftir og þar þarf ég að vera frekar föl, þess vegna væri þetta mjög sniðug lausn!

  5. ágústa

    22. April 2014

    Ég fjárfesti mér í svona og hlakka til að prófa en mig langaði að spyrja hvort þú settir eitthvað krem á andlitið áður en þú settir þetta á þig og settirðu á hálsinn líka?

    • já það er mikilvægt að setja gott rakakrem undir – þau mega líka fara á hálsinn – til að passa að húðin fái nægan raka og þá endist kremið lengur. Annars er hætta á að húðin nái í rakann frá instant tan gelinu og það hverfi bara inní húðina :) En já þetta má nota yfir allan líkamann ;)