fbpx

Burberry Prorsum FW 2012

Blog

Christopher Bailey bregst okkur ekki í þetta sinn ekki frekar en áður. Kápurnar, beltin, pilsin og bolirnir mér finnst allt flott. Svo finnst mér líka skipta máli að þegar það er verið að sýna vetrarlínur að það sé nú smá raunveruleiki í stíliseringunni á módelunum og þær séu annað hvort í buxum eða sokkabuxum. Mér finnst persónulega bara ekki passa að vera berleggja í þessum sýningum, þegar verið er að sýna Ready To Wear fatnaðinn.

Í lokin á sýningunni röltu svo fyrirsæturnar niður pallinn í snjókomu en sem betur fer voru þær allar með Burberry regnhlífar:)

EH

p.s. takk fyrir frábærar undirtektir á færslunni hér fyrir neðan um mottu slaufurnar ég vona innilega að ég hafi kannski hjálpað stelpunum smá því þetta er frábært málefni sem þær eru að styrkja, það vitum við öll sem höfum þurft að fylgjast með ástvinum okkar berjast við þennan sjúkdóm.

Mottu Mars Fyrir Stelpur

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Íris Tanja

    23. February 2012

    úúú geturðu ekki fundið svona belti fyrir mig elsku?? :)