fbpx

Burberry Prorsum <3

FashionFyrirsæturTrend

Ég hef venjulega reynt að horfa alltaf á Burberry sýninguna í beinni – þið vitið það að sjálfsögðu að Chirstopher er uppáhalds – en í þetta sinn var göngutúr með Tinna og langömmu hans tekin framfyrir. Ég var því mjög spennt að komast í tölvu núna loksins til að sjá það sem ég missti af. Ég varð að sjálfsögðu ekki fyrir vonbrigðum.

Eftir að hafa skoðað myndir af flíkunum komst ég að því að sýningin sem var í Mílan núna fyr á árinu þar sem karlatískan var sýnd var gott sýnishorn fyrir það sem koma skildi fyrir konurnar. Plastefni, dýramunstur, hjörtu og brúnir litir voru í aðalhlutverki. Gegnsæja plastefnið finnst mér svolítið flott, ég væri til í regnkápu úr þessu efni. Röndóttar flíkur eru alltaf í einhverju hlutverki í sýningunum hans í þessari voru þær flíkur í smá aukahlutverki og komu í lok sýningarinnar sem mér fannst smá leiðinlegt því þær eru mikið í uppáhaldi hjá mér. Metallic áferðin sem einkenndi línuna fyrir sumarið sem er framundan fékk að vera smá með í sýningunni þá aðallega í smáatriðunum. Kjóllinn sem Cara er í á síðustu myndinni er uppáhalds flíkin mín í sýningunni.

Makeup-ið var einfalt enda vetrarlína og fötin eru í aðallhlutverki. Takið svo endilega eftir því að allar fyrirsæturnar eru í lágbotna támjóum skóm. Njótið myndanna – hann Christopher hefur ekki brugðist mér enn og ég vona að hann eigi aldrei eftir að gera það ég veit ekki hvað ég myndi taka til bragðs…

Þetta finnst mér alveg fullkomið dress!Æðisleg kápa!Mig langar í þessa regnkápu.

Klappið endilega þegar þið eruð komin hingað ef ykkur líkar það sem þið sjáið. Ég reyni að gera það alltaf í lok sýninga sem mér líkar við ég held það sé góður ávani.

Sýningin fannst mér æðisleg en ég fann mun á því að horfa ekki á sýninguna ég verð alltaf ástfangnari af flíkunum þegar ég sé þær hreyfast og koma hver á fætur annarri niður eftir pallinum.

Ég er nú þegar farin að hlakka til næstu sýningar – í haust. Takk fyrir mig Christopher minn***

EH

Sunnudagsmynd....

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Gunnhildur Birna

    18. February 2013

    Ókei- gordjöss flíkur og förðun! En… það sem ég er mest að spá í er að ég HENTI eina lágbotna támjóa parinu mínu um daginn (sem ég er búin að eiga síðan ég var 16) afþví að ég var að auka skápaplássið og hélt að þeir kæmu ekki aftur í tísku! Púúúú…. :(

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. February 2013

      úff – ég finn til með þér… svo mikið af flíkum sem ég sé eftir en maður á víst ekki endalaust skápapláss. Legg til að þú kaupir þér bara nýja þá er málið leyst;D