fbpx

Burberry Fall Winter 2010

Blog

Nýjasta fíknin mín er The Rachel Zoe Project. Núna nýlega hófst 4. serían og ég er að reyna að vinna mig upp og klára að horfa á allt skil ekki hvernig þetta gat farið framhjá mér. Þátturinn snýst að sjálfsögðu um Frú Zoe og hennar líf – bæði vinnu og persónulegt líf -. Í nýjustu seríunni er verið að fylgjast með fyrstu skrefum hennar sem fatahönnuður. Ef þið hafið aldrei séð þessa þætti og eruð alveg húkt á tísku og raunveruleikaþáttum (eins og ég;)) þá eru þesssir skylduáhorf!

Ég lá alveg andvaka í gær til sirka hálf 4 og horfði á þættina og í einum var sýnt frá því þegar hún fór á Burberry Prorsum sýninguna í London með Kate Hudson. Ég horfði á þessa sýningu í beinni og ég held að ég hafi aldrei séð neitt jafn fallegt á ævinni – gaman að rifja upp “gamlar gersemar”. Ef þið sáuð ekki sýninguna þá er mynband hér fyrir neðan.

Ég væri alveg til í þennan:)

Vinkonurnar

Burberry sýningin:


Svo var svo gaman að heyra spjallið hjá vinkonunum eftir sýninguna þær voru alla vega alveg sammála mér um ágæti þessa collections;)

EH

Annað Dress

Skrifa Innlegg