Ég er búin að fá þónokkrar fyrirspurnir um hvort ég taki að mér brúðarfarðanir og það geri ég svo sannarlega. Mér datt í hug að smella smá upplýsingum um hvað er innifalið hjá mér í brúðarförðun hér inná síðuna ef þið eruð að velta þessu fyrir ykkur.
Innifalið hjá mér í brúðarförðun er förðunin að sjálfsögðu – ég kem til brúðarinnar, prufuförðun, gerviaugnhár og ásetning þeirra, full body makeup – instan tan bara lagfæra áferð húðarinnar, naglökkun ef þess er óskað og möguleiki á að ég komi og lagi förðunina fyrir myndatöku. Að sjálfsögðu er líka mögulegt fyrir aðra sem eru með brúðurinni á stóra daginn að fá förðun en það kostar þá aukalega.
Einnig fyrir brúðir sem kjósa að farða sig sjálfar býð ég uppá eins konar snyrtibudduráðgjöf. Ég hef nokkuð oft tekið það að mér að hjálpa konum sem vilja sjá um sína eigin förðun að velja réttu vörurnar fyrir daginn og kenna þeim nokkur trix fyrir stóra daginn.
Hér fáið þið smá innblástur frá möppunni á desktopinu mínu – fyrir mína eigin brúðarförðun en eins og þið sjáið þá er ég mjög óákveðin með þetta en ég held að ég verði klárlega með dökkar varir, það er svona mitt signature. Mér finnst að brúðarförðun eigi að endurspegla stíl hverrar konu ekki vera með mjúka augnförðun og rauðar varir bara af því þið haldið að þannig eigi brúðarförðun að vera – það er ekkert að því að vera með smoky augu og ljósar varir.
Til að panta förðun eða ráðgjöf getið þið sent mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is eða haft samband við mig í gegnum Facebook síðuna mína Reykjavík Fashion Journal.
Mér finnst að allar konur sem hafa kost á því eigi endilega að tríta sig vel á stóra daginn og panta sér förðun svo þær þurfi bara ekki að hafa áhyggjur af neinu – ég veit að ég ætla svo sannarlega að gera það sjálf!
EH
Skrifa Innlegg