Mér finnst svo skemmtilegt að fylgjast með blogginu mínu dafna og stækka á bloglovin – var að sjá að það er aðeins búið að bætast við að nýjum fylgjendum svo ég ákvað aðeins að kíkja á stöðuna og þetta fannst mér æðislegt að sjá bara eftir tæpt ár!
Ef þið eruð nú ekki þegar að nota bloglovin þá mæli ég hiklaust með því – bjargar mér alveg því það væri ekki séns að ég gæti fylgst með öllum uppáhalds bloggurunum mínum án þess. Svo er ég alltaf að uppgötva einhverja nýja. Ef að ég er löt að lesa bloggin þá passar bloglovin samt uppá það að ég missi ekki af neinu sem er að gerast;)
Nú ætla ég bara að vinna smá og fara aðeins fyr heim úr vinnunni útaf sólinni sem er úti. Njótið dagsins!
EH
Skrifa Innlegg