fbpx

Blár Maskari

Stella McCartney virðist hafa verið annsi sannspá um eina af vinsælustu förðunarvörunum fyrir haustið. Mér fannst förðunin nú ekkert smekkleg fyrst þegar ég sá hana en hún virðist ætla að vera ansi óumflýjanleg núna. Blár maskari er ein af förðunarvörunum sem eru nauðsynlegar fyrir haustið ef þið þorið.Ef  þið eruð ekki alveg tilbúnar að stökkva út og fjárfesta í bláum maskara þá eru hér nokkrar leiðir til að sjá hvort blár maskari fari ykkur.

  • Eftir að þið berið á ykkur maskarann ykkar nuddið þá smá af bláum augnskugga á augnhárin – með förðunarbursta eða eyrnapinna – á meðan þau eru ennþá að þorna. Þá fáið þið bláan blæ yfir augnhárin. Virkar bara ef þið eruð með svartan maskara.
  • Ef þið eigið glæran maskara þá getið þið skóflað aðeins uppúr honum á handabakið ykkar og blandað bláum augnskugga útí, blandið litunum saman á handabakinu og berið litinn síðan á með hreinni maskaragreiðu.
  • Setjið á ykkur bláan eyeliner og smudge-ið vel úr honum þannig það minni á smoky lúkk. Passið að liturinn sé alveg uppvið augnhárin áður og setjið lit bæði uppi og niðri. Setjið svo á ykkur ykkar maskara og sjáið hvernig blái liturinn fer augunum ykkar.

Þetta eru nokkrar leiðir til að máta bláan maskara án þess að fara og fjárfesta í honum. Blár fer sérstaklega vel bláum augum – þau verða alveg stingandi blá.

EH

Spice Girls á Lokahátíð Ólympíuleikanna

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kristín

    12. August 2012

    Það er líka rosa flott að setja á sig brúnan maskara og svo smá bláan yfir, þá verður blái liturinn ekki jafn yfirþyrmandi en augun “poppa”