fbpx

Bestu Snyrtivörur ársins 2013 að mati lesenda

makeupMakeup ArtistMakeup TipsReykjavík Makeup Journal

Þá er stundin loksins runnin upp! Hér fáið þið listann yfir þær snyrtivörur sem lesendur Reykjavík Fashion Journal og Reykjavík Makeup Journal hafa tilnefnt sem snyrtivörur ársins 2013.

Ég verð að byrja á því að afsaka hvað þetta hefur tekið langan tíma í vinnslu. Þetta var gríðarlegt magn af upplýsingum sem ég er núna loksins búin að fara í gegnum en ég kallaði eftir upplýsingum úr mörgum mismunandi áttum m.a. hér á síðunni minni. Þrátt fyrir að þetta hafi tekið sinn tíma þótti mér gríðarlega skemmtilegt að fara í gegnum þetta og fá að vita hvaða vörur eru í uppáhaldi hjá ykkur og um leið gerði ég smá lista fyrir mig af vörum sem ég þarf klárlega að prófa og þarf að prófa aftur.

Mér fannst miklu áhugaverðara að fá að vita hvað ykkur finnst um þetta mál. Þar af leiðandi er þetta mun fjölbreytilegri listi en ég átti von á og það má greinilega sjá hvaða snyrtivörumerki eru í mestu uppáhaldi hjá íslenskum konum. Einnig má klárlega greina eftir hverju þið eruð að leita þegar kemur að snyrtivörum. Takk kærlega fyrir ykkar innlegg í umræðuna – þetta gerum við aftur að ári.

Hér sjáið þið snyrtivörur ársins 2013:

Besta BB krem ársins:

Þessa útkomu var ég mjög sátt með, sérstaklega þar sem þetta BB krem hefur verið valið besta kremið af nánast öllum miðlum undanfarið og það er á frábæru verði. Þetta krem hentar öllum húðtegundum og svo er til sérstök útgáfa af því sem er hugsuð fyrir feita/olíumikla húð.

bestusnyrtivörurnar2013-23

Önnur krem sem voru tilnefnd voru, Smashbox kremið, Diorskin Nude kremið, Clinique kremið, Maybelline kremið og L’Oreal kremið.

Besta CC krem ársins:

Það eru alls ekki mörg merki sem eru búin að senda frá sér CC krem en þeim mun líklegast fara fjölgandi á næsta ári. Chanel kremið hefur selst upp núna tvisvar í röð ef ég man rétt svo það kom mér alla vega ekki á óvart þegar það sigraði. Sjálf á ég eftir að prófa það og tilnefndi því kremið frá Make Up Store og Clinique.

bestusnyrtivörurnar2013-14Önnur krem sem fengu tilnefningu voru kremið frá Clinique sem ég hélt langt frameftir að myndi sigra, en Chanel stal sigrinum í lokin. Svo voru það kremin frá Smashbox, L’Oreal og Max Factor sem komu næst á eftir.

Besti fljótandi farði ársins:

Ég hélt að Face & Body farðinn frá MAC myndi rústa keppninni en undir lokin komu Halo farðinn frá Smashbox og Lumi farðinn frá L’Oreal sterkir inn. Þeim tókst þó ekki að hreppa sigurinn en Face & Body farðinn er náttúrulega mjög þekktur og ábyggilega þekktasti farðinn frá merkinu. Hann er rosalega fljótandi svo hann gefur mjög náttúrulega áferð. Mjög margir förðunarfræðingar vilja helst nota þennan farða þar sem það er svo gott að vinna með hann og eins og nafnið gefur til kynna þá er hann hugsaður bæði fyrir andlit og líkama.

bestusnyrtivörurnar2013-21Á eftir MAC fylgdu fast Halo farðinn frá Smashbox og Lumi farðinn frá L’Oreal. Einnig var vinsælt að nefna farða frá Clinique og það voru nokkrir farðar frá merkinu sem fengu nokkrar tilnefningar.

Besti kremfarði ársins:

Íslenskar konur virðast ekki mikið vera að nota kremfarða en þáttakan var líklega einna verst í þessum flokki. Það voru nokkrir farðar sem fengu tilnefningu og þá oftast sömu farðarnir. Dream Matte Mousse farðinnn frá Maybelline hefur verið einn vinsælasti farðinn frá merkinu í nokkurn tíma og lengi vel var þetta mest seldi farðinn í öllu Bretlandi. Hann hentar vel fyrir ykkur sem eruð með blandaða húð en hann þekur vel og gefur mattandi áferð.bestusnyrtivörurnar2013-24

Aðrir farðar sem voru nefndir eru frá Bobbi Brown, Max Factor og Chanel.

Besti púðurfarði ársins:

Hér sjáið þið eina af vörunum sem ég hef ekki enn prófað en er komin á listann minn núna. Þetta er Mineralized Natural farðinn frá MAC. Þetta er farði sem tók sigurinn á lokasprettinum af farðanum frá Kanebo sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Steinefnafarðar eins og þessir eru samt rosalega góðir fyrir viðkvæma húð og ég er spennt að prófa þennan.

bestusnyrtivörurnar2013-26

Aðrir farðar sem fengu tilnefningu voru Kanebo Sensai Total Finish, Halo púðurfarðinn frá Smashbox, HD púðurfarði frá Make Up Store og loks voru tveir mismunandi púðurfarðar frá Clinique sem fengu nokkrar tilnefningar hvor.

Besti hyljari ársins:

Aftur var ég mjög stressuð hér með hver myndi fara með sigurinn. Ég er mjög kröfuhörð á hyljara og mér fannst gaman að sjá hvað þeir hyljarar sem ég hef verið að mæla með fengu góða útkomu. Það var þó aldrei um neitt annað að ræða en að hyljara trioið frá Make Up Store færi með sigurinn. Þetta er frábær hyljara sem er með þrjá mismunandi liti sem vinna allir á móti óvelkomnum litum í húðinni. Þetta er vara sem allar konur geta notað til að berjast við baugana á morgnanna.bestusnyrtivörurnar2013-20Aðrir hyljarar sem voru nefndir voru Bourjois Healthy Mix Concealer, allir hyljararnir frá MAC fengu tilnefningar og gullpenninn frá YSL var í 2. sæti.

Besti primer ársins:

Að mínu mati er þetta engin spurning. Besti primerinn sem fæst í dag er Photo Finish primerinn frá Smashbox. Þetta er merkið sem gerir þessa snyrtivörutegund þekkta og á hrós skilið fyrir þessa frábæru vöru.

bestusnyrtivörurnar2013-4Besta serum ársins:

Nú er ekki spurning um annað en að ég fari að prófa Húðdropana frá EGF. Þeir fóru með yfirburða sigur í kosningunni svo það er kominn tími til að prófa.

bestusnyrtivörurnar2013-28

Önnur serum sem fengu tilnefnginu voru Advanced Night Repair frá Estée Lauder, augnserumið frá Clinique og serumið frá Nip+Fab.

Besta rakakrem ársins fyrir unga húð:

Það var gaman að sjá hvað nýja rakakremið frá Shiseido úr Ibuki línunni fékk góðar viðtökur. Sjálf er ég virkilega hrifin af því og tilnefndi það einmitt í þessum flokki. Ibuki línan er sérstaklega hugsuð fyrir ungar konur sem eiga ekki við nein sérstök vandamál að stríða í húðinni. Oft vill þessi hópur kvenna gleymast því svo mikið af vörum snúast um að draga úr línum eða laga óhreinindi. Hér eru bara góðar vörur sem gefa nauðsynlegan raka og vernd. Í línunni eru fáanlegar tvær týpur af rakakremi, hreinsivörur og augnkrem.

bestusnyrtivörurnar2013-12Önnur krem sem fengu tilnefningu voru frá: Clinique, Garnier og Burts Bees.

Besta rakakrem ársins fyrir eldri húð:

Revitalift Laser kremið kom sá og sigraði athygli kvenna sem nota krem með virkni í ár. Sjálf var ég með opnu umfjöllun um Laser línuna í 1. tbl Reykjavík Makeup Journal og hef bara heyrt góða hluti um vöruna. Það sem gerir hana svo sérstaka er að vörurnar innihalda efni sem kallast Hyalunic Sýra sem er einstaklega rakagefandi svo á endanum fyllir bara rakinn uppí fínu línurnar innan frá.

bestusnyrtivörurnar2013-13

Önnur krem sem fengu tilnefningar voru krem frá Eucerin, EGF og Clinique.

Besta rakakrem ársins fyrir feita húð:

Að Garnier vörurnar hafi sigrað í tveimur flokkum kom mér skemmtilega á óvart vegna þess að þær hafa ekki verið fáanlegar í langan tíma hér á Íslandi. Vörurnar eru þó þekktar sérstaklega fyrir línu sem heitir Pure Active sem er hugsuð fyrir óhreina og feita húð. Vörurnar draga úr olíuframleiðslu í húðinni og þar af leiðandi fer óhreinindum minnkandi. Það er til alls konar vörur í þessari línu og þar á meðal er rakakremið sem þið sjáið hér fyrir neðan.

bestusnyrtivörurnar2013-11

Önnur krem sem fengu tilnefningu voru frá merkjunum Oxy, La Roche Posay, Ole Henriksen og Clinique.

Bestu hreinsivörur ársins:

Mér finnst frábært að sjá að vörurnar frá Sóley hlutu þessi verðlaun. Sjálf er ég svo ánægð með þær og mér líður alltaf svo vel í húðinni eftir að ég nota vörurnar. Með hreinsivörum átti ég við, hreinsi, andlitsvatn, skrúbba og maska og að mínu mati eru vörurnar frá Sóley framúrskarandi þegar kemur að því að hreinsa húðina.

bestusnyrtivörurnar2013-10Aðrar vörur sem voru nefndar voru frá Clinique, Shiseido, Make Up Store, Kókosolía, Dior, Body Shop og Dior.

Besta augnkrem ársins:

All About Eyes kælikremið frá Clinique er eiginlega ekki augnkrem beint heldur augnserum. Þrátt fyrir það var það valið besta augnkremið í ár. Þetta er frábær vara fyrir ykkur sem eruð þrútnar og með þreytta húð í kringum augun. Serumið kælir samstundis húðina og vinnur gegn þessari vatnssöfnun í húðinni, leiðinlegum litum og fínum línum. Það er orðið alltof langt síðan ég hef notað þetta serum og ég þarf klárlega að fara að gera eitthvað í því á næstunni.

bestusnyrtivörurnar2013-9

Önnur krem sem voru nefnd eru frá Estée Lauder, Garnier, Shiseido, Dior og Bobbi Brown.

Besta rakakrem ársins fyrir mjög þurra húð:

Þetta krem hef ég sjálf verið að nota mjög mikið núna í vetur en ég er einmitt með mjög þurra húð. Kremið byggir upp góðan raka í húðinni, það vinnur á móti kláða- og óþægindatilfinningu í húðinni sem er svo ofboðslega óþæginleg og eyðir þurrkublettum. Kremið er rosalega þykkt í sér og sjálfri finnst mér best að hita það aðeins í höndunum áður en ég ber það á húðina mína. Af því það er svo þykkt þarf alls ekki að nota mikið af því í einu þess vegna endist það nánast endalaust. Það sér ekki á mínu en ég er samt búin að vera að nota það í 3 mánuði!

bestusnyrtivörurnar2013-1

Önnur krem sem voru nefnd eru frá Dior, Shiseido, L’Oreal og Sóley Organics.

Besta sólarpúðrið:

Aftur er það hér vara sem þykir sú besta í heiminum í sínum flokki sem sigrar. Frábært sólarpúður sem mér finnst að allar konur þurfi að prófa, Terracotta púðrið frá Guerlain.

bestusnyrtivörurnar2013-19Fast á hæla Guerlain fylgdi sólarpúðrið frá H&M en svo voru það líka sólarpúður frá Benefit, New Cid og Chanel sem fengu tilnefningar.

Besti kinnalitur ársins:

Þetta var flokkur sem var mikil samkeppni í og ábyggilega sá flokkur sem flestar vörur voru tilnefndar í. Það skýrðist ekki fyr en undir lokin að það væru kinnalitirnir frá Make Up Store sem hlutu verðlaunin. Sjálf hef ég góða reynslu af þeim og mér finnst þeir með rosalega sterk litapigment sem skemmir aldrei fyrir og eykur bara endinguna.

bestusnyrtivörurnar2013-18Aðrir kinnalitir sem voru nefndir voru steinefnakinnaliturinn frá MAC og kremkinnalitirnir frá Chanel og Maybelline.

Besti highlighter ársins:

Annar flokkur þar sem mikið var um tilnefningar og kannski ólíkleg vara sem bar sigur úr býtum. Gullpenninn frá YSL segja sumar konur að sé hyljari en aðrar segja að hann sé highlighter. Að mínu mati er þetta léttur hyljari með ljómandi formúlu sem dregur úr þreytu í kringum augun með dásamlegri birtu og því er þetta án efa verðugur sigurvegari í þessum flokki.

bestusnyrtivörurnar2013-17Aðrar vörur sem voru nefndar voru Halo penninn frá Smashbox, highlighterar frá Benefit, Wonder Powder frá Make Up Store og Lumi primerinn frá L’Oreal.

Besti maskari ársins:

Hér var mikil samkeppni og margir maskara sem kepptust um sigurinn. Aðeins eitt atkvæði skildi á milli efstu tveggja sætanna, en í 2. sæti var Iconic Overcurl maskarinn frá Dior (sjálf tilnefndi ég hann) það var þó Rocket maskarinn frá Maybelline sem sigraði. Báðir maskararnir eru glænýjir á Íslandi og gaman að sjá hvað þeir hafa greinilega slegið í gegn. Rocket maskarinn frá Maybelline er alveg frábær og án efa uppáhalds gúmmíbursta maskarinn minn.

bestusnyrtivörurnar2013-16Aðrir maskarar sem voru nefndir voru Iconic Overcurl frá Dior, Hypnose frá Lancome, Million Lashes frá L’Oreal, Colossal frá Maybelline, Theyre Real frá Benefit og Lash Queen frá Helenu Rubinstein.

Besti eyeliner ársins:

Gel eyelinerinn frá Maybelline var strax augljós sigurvegari í þessum flokki og eiginlega engin samkeppni nema kannski frá Master Precise eyelinernum frá sama merki. Þetta er frábær eyeliner sem einstaklega þétta og endingargóða formúlu. Það sem mér finnst líka mikill kostur er að burstinn fylgir með.bestusnyrtivörurnar2013-15

Aðrir eyelinerar sem fengu tilnefningu voru gel eyelinerarnir frá MAC og Bobbi Brown, eyelinerar frá Make Up Store og auðvitað Master Precise frá Maybelline.

Bestu augnskuggar ársins:

Aftur tel ég það skipta máli hér að MAC er með landsins besta og mesta úrval af augnskuggum, bæði, krem-, púður- og lausa augnskugga sem eru til í öllum regnbogans litum. Það komast fá merki með tærnar þar sem MAC er með hælana þegar kemur að úrvali af förðunarvörum sem eru allar mjög gæðamiklar. MAC á því þessi verðlaun vel skilið.

 

bestusnyrtivörurnar2013-7

Aðrir augnskuggar sem fengu tilnefningu eru frá Make Up Store, Urban Deacay Maybelline og Dior

Bestu augabrúnavörur ársins:

Hér um að ræða vöru sem kom seint inn í keppnina en sigraði svo að lokum með miklum yfirburðum. Sjálf hef ég aldrei prófað þessa vöru frá Body Shop en þetta eru þéttir mattir augnskuggar sem koma tveir saman með tveimur burstum. Ég reyndar gekk svo langt að kaupa mér liti fyrir mínar augabrúnir í dag þar sem ég varð að fá að sjá hvað væri svona gott við þessa vöru – ég læt ykkur vita hvað mér finnst.

bestusnyrtivörurnar2013-6Aðrar vörur sem voru tilnefndar voru allar augabrúnavörurnar frá MAC, augabrúnatrioið frá Make Up Store, augabrúnagelið frá Maybelline, Kanebo skrúfblýanturinn og augabrúnalitir frá Smashbox.

Bestu förðunarburstar ársins:

Þetta var í raun og veru sá flokkur þar sem aldrei kom neitt annað til greina en að Real Techniques myndi sigra. Satt að segja hefði það komið mér á óvart ef eitthvað annað merki hefði farið með sigurinn. Þetta eru mínir uppáhalds förðunarburstar og ég er ótrúlega spennt að fá að prófa nýjungarnar og vonandi að fá fullt úrval af burstunum sem eru fáanlegir til landsins. En hvað er það sem er svona sérstakt við þessa bursta, að mínu mati er það áferðin sem þeir gefa frá sér, þeir eru svo mjúkir og það er þæginlegt að nota þá. Kosturinn við þá er líka sá að þetta eru gervihár sem eru í burstunum svo þeir eru „cruelty free“ annað sem er gott við það er að hárin innihalda engan kjarna svo þau taka ekki inní sig neinn lit og verða því alltaf bara hvít og fín um leið og þið eruð búnar að þvo þá. Ef þið eruð enn í vafa með burstana hvet ég ykkur til að kíkja á sýnikennslumyndböndin sem ég gerði fyrir alla burstana HÉR.

bestusnyrtivörurnar2013-5

Bestu varalitir ársins:

Hér er það án efa litaúrval sem hafði úrslitaáhrif. MAC er það stórt merki að þeir stjórna því hvað þykir flott í hvert sinn og geta þannig stýrt sinni framleiðslu í kringum það. Hjá MAC eru nokkrar mismunandi áferðir af varalitum svo hver og ein ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjálf er ég mjög hrifin af möttu varalitunum frá MAC og svo Mineralized litunum sem eru með endingu sem nánast engir aðrir varalitir ná.

bestusnyrtivörurnar2013-3Aðrir varalitir sem voru nefndir voru Slim Lipstick frá Make Up Store, Color Sensational varalitirnir frá Maybelline og varalitirnir frá YSL.

Bestu naglalökk ársins:

Þetta val er ég virkilega ánægð með þar sem ég er mikill aðdáandi naglalakka. Dior er kannski ekki með jafn mikið litaúrval og mörg önnur merki en formúla lakkanna er vönduð, hún endist vel og burstinn er breiður og góður svo það er ekkert mál að setja þau á.

bestusnyrtivörurnar2013-2

Önnur naglalökk sem voru nefnd voru OPI, Essie og Make Up Store.

Bestu sjálfbrúnkuvörur ársins:

Merki sem á titilinn fyllilega skilið! Frábærar sjálfbrúnkuvörur sem gefa fallegan og náttúrulegan lit og ef þið viljið dekkri lit þá er það líka í boði. Ekkert merki býður uppá jafn gott vöruúrval í þessum flokki og St. Tropez. Það besta við vörurnar er þó án efa sú staðreynd að vörurnar lykta ekki.bestusnyrtivörurársins

Flestar tilnefningar:

Að lokum langaði mig að tilkynna hvaða merki er líklega vinsælast meðal lesenda minna en þetta merki fékk langflestar tilnefningar þegar á heildina er litið og það var Clinique sem fékk liggur við tilnefninu í hverjum flokki og oftast nokkrar vörur sem voru nefndar.

bestuvörurnar

Ég er nú þegar sjálf komin með smá innkaupalista af vörum sem þið tilnefnduð sem ég hafði ekki prófað. Mikið af vörum frá merkjum eins og Urban Decay og Benefit voru tilnefndar – vörumerki sem ég hef ekki enn komist í að prófa. Nú verður þó breyting þar á – því lofa ég:)

Takk kærlega fyrir hjálpina við að gera listann – hvernig líst ykkur á?

EH

Topp 10: Mest lesnu færslur ársins 2013

Skrifa Innlegg

35 Skilaboð

  1. Sæunn

    2. January 2014

    Þetta er flottur listi og ég er sammála mörgu á honum. Hinsvegar er erfðabreytt bygg í EFG og það myndi ég ekki setja á mína húð en sitt sýnist hverjum. Dr.Braga mæli ég hinsvegar sterklega með!

  2. Helga

    2. January 2014

    Flottur listi. Hvar eru Bourjois vörur seldar? Langar rosalega að prófa Bourjois Healthy Mix Concealer

  3. Inga Rós

    2. January 2014

    Gaman að lesa yfir þennan lista. Takk fyrir að nenna þessu! Var úti um jól og áramót og birgði mig upp af vörum í Sephora, hefði verið betra að hafa þennan lista með. Var mjög fúl yfir því að hvert sem ég fór var ekki til Urban Decay Naked2 palettan. Langaði svo í hana! Gleðilegt nýtt ár, hlakka til að lesa fleira frá þér á nýju ári.

  4. Helga H.

    2. January 2014

    Hefurðu einhverja reynslu af Young Blood minerals vörunum sem fást í Hagkaup? Ég fékk svoleiðis í jólagjöf en þori ekki að taka þær upp því ég þekki þær ekki neitt.

    • Reykjavík Fashion Journal

      2. January 2014

      Nei því miður, ég á samt fund með merkinu núna á nýju ári til að kynnast þeim betur. Ég hvet þig til að kíkja bara í næstu verslun Hagkaupa (merkið fæst t.d. í Smáralindinni) og pota aðeins í testerana ;)

    • Berglind Jóns

      3. January 2014

      Varð bara að svara því ég sá þetta komment – Byrjaði að nota YoungBlood í vor eftir góð meðmæli frá vinkonum mínum og er ótrúlega hrifin! Þetta eru frábærar vörur sem eru ekki prófaðar á dýrum og alveg cruelty free – mikill plús. Passaðu bara að púðrið sé í réttum lit fyrir þig, þau eru með gott úrval af litatýpum – ég get núna ekki séð fram á að ég skipti um andlitsfarða neitt í bráð eftir að hafa kynnst þessum vörum :)

  5. Helena Friðjónsdóttir

    2. January 2014

    Veist þú hvar er hægt að kaupa urban decay vörur á netinu? T.d. aungskugga palleturnarn þeirra?

    • Reykjavík Fashion Journal

      2. January 2014

      Nei, það er erfitt að fá hana senda hingað. Ég er aðeins búin að vera að skoða mig um á ebay en þarf að fullvissa mig betur um að ég sé að kaupa ekta áður en ég ýti á Buy :)

      • Helena Friðjónsdóttir

        2. January 2014

        Endilega láttu vita ef þú finnur einhverstaðar sem er hægt að kaupa

        • Hafdís

          3. January 2014

          Er nokkuð viss um að þú getir pantað urban decay vörur frá beautybay.com og það á að vera alveg öruggt :)

  6. Lilja G

    2. January 2014

    Frábær listi. Ég er orðin smá förðunarfíkill eftir að ég kynntist blogginu þínu og ætla að splæsa nokkrum af þessum vörum á mig. T.d. Smash box primernum, YSL pennanum og Make up store hyljaranum. Hlakka til!

  7. Heiða Magnúsdóttir

    2. January 2014

    Flottur listi ! :) en er með eina spurningu, hvar getur maður fengið ST. TROPEZ vörunar ? líst vel á þær :)

  8. Oddný

    3. January 2014

    Urban Decay vörurnar fást t.d á Amazon.com :)

  9. Bára

    3. January 2014

    Snilldar listi !!
    Ég er ein af þeim sem “kann ekki” að mála mig, svo ég var mjög hamingjusöm að sjá nokkrar vörur sem ég nota á þessum lista …svo ég er mögulega að gera eitthvað rétt :P
    Verður gaman að prófa fleiri vörur af honum 2014.

    Takk fyrir gott blogg :)

  10. Anonymous

    3. January 2014

    Flottur listi. Sammála mörgu sem þarna kemur fram. Mæli líka með kremunum frá UNA. Æðisleg krem. Veistu hvar maður fær góðan augnhárabrettara?

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. January 2014

      Að mínu mati er besti augnhárabrettarinn sem fæst á Íslandi frá Shisedio. Augnhárabrettarinn frá Shu Uemura er samt talinn sá besti sem þú getur fengið í heiminum í dag – hann er eflaust hægt að fá á eh vefverslunum sjálf keypti ég minn frá Bandaríkjunum :)

  11. Sonja

    3. January 2014

    Flottur listi og afar gagnlegur :) en ég sé hvergi nafnið á besta rakakreminu fyrir þurra húð, hvert var það?

  12. Mariane Sól

    3. January 2014

    Hvar getur maður verslað St. Tropez vörurnar?

  13. Björk

    4. January 2014

    Hvar fæst Garnier BB kremið? :) ég hef verið að nota maybelline kremið en það fer alls ekki vel í húðina mína og ég fæ bara útbrot í hvert skipti sem ég nota það. Ótrúlega flottur listi hjá þér :)

  14. Heiða

    4. January 2014

    Geturu gert færslu um hvernig er best þrífa Real Techniques burstana? , Rosa flott blogg!!

  15. Elísabet

    6. January 2014

    Langar að hrósa þér fyrir æðislegt blogg – þessi listi er algjör draumur fyrir svona konur eins og mig sem að nenna kannski ekki alveg að prufa 101 vöru til að finna þá einu réttu :)
    Er strax búin að fjárfesta í 4 vörum á listanum sem ég er virkilega ánægð með og á örugglega eftir að nýta mér þennan lista mikið þegar kemur að því að endurnýja e-ð fleira í snyrtivöruskúffunni :)
    Algjör snilld !!

  16. Gunnar

    6. January 2014

    Hvað er þetta BB krem, hvað gerir það? Ég er semsagt með feita,óhreina(bólur) húð ætti ég þá ekki frekar að kaupa Besta rakakrem ársins fyrir feita húð: Pure Active Garnier?

    En ég er strákur, ég er með bauga, ekki vegna tölvunotkun eða eitthvað svoleiðis, bara ættgengt í fjöldskyldunni..
    væri asnalegt ef ég myndi nota vöru eins og “Besta augnkrem ársins: All About Eyes kælikremið frá Clinique”?
    Er það eitthvað sem fólk situr á sig bara fyrir eitthvað fínt og losnar þannig við baugatímabundið eða er þetta sem gerir þá minni með tímanum?

    takktakk. KV.

    • Reykjavík Fashion Journal

      6. January 2014

      Jú klárlega Pure Active frá Garnier, það eru líka fleiri mjög góðar vörur í þessari línu sem eru einmitt fyrir feita húð. BB kremið er í raun og veru létt útgáfa af lituðu dagkremi. Það gefur húðinni jafnan húðlit og fallega áferð, fyllir uppí allar misfellur í húðinni. Garnier er einnig með sérstakt BB krem sem er fyrir feita húð þetta sem er hér fyrir ofan virkar samt fyrir alla. Nei það er sko alls ekki asnalegt að nota augnkrem – bæði er þetta frá Clinique fantagott og að auki er Garnier með svipað sem er að kæla húðina í kringum augun og draga þannig úr þrota og vökvasöfnun í kringum augun. Garnier inniheldur Koffein til að vekja húðina í kringum augun og segja bless við baugana, það er til bæði glært og með smá lit þá sem baugahyljari og augnkrem í sömu vörunni ;)

  17. Andrea

    16. February 2014

    Glæsileg færsla ! Listinn er búin að nýtast mér mikið þegar kemur að endunýjungum í snyrtibudduni.
    En hvaða bursta notar þú fyrir face and body farðann frá MAC? og hversu mikilvægur er primer? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. February 2014

      Primer gefur fallega undirstöðu fyrir farðann – áferðin verður fallegri og fullkomnari. Flott fyrir þær sem eru t.d. með hrjúfa húð eða stórar svitaholur sem vilja þá jafna áferð húðarinnar. Ég nota primer helst til hátíðarbrigða þegar ég vil að förðunin endist vel og lengi svo þetta fer bara rosalega eftir því sem þú vilt. Ég var reyndar að eignast nýjan primer frá Garnier sem var að koma í sölu í DK og er væntanlegur hingað sem ég get bara ekki ímyndað mér að vera án – eh sem ég fann ekki með aðra primera. En face & body mæli ég með stippling brush frá RT eða Short Duo Fibre brush frá MAC :)