fbpx

BB Krem – Taka Tvö!

Ég ætla að reyna að leggja uppúr því að vera með eina góða og langa snyrtivöruumfjöllun á viku á RFJ. Hér fyrir neðan er færsla vikunnar sem eins og efnið gefur til kynna er búin að vera lengi í gerð en mér finnst mikilvægt að koma með vandaðar og stærri umfjallanir með þessu stuttu því stundum hef ég bara svo mikið að segja;)

BB kremin hafa svo sannarlega sigrað hjörtu íslenskra kvenna ég hef áður skrifað um þó nokkur BB krem en mér fannst nauðsynlegt að gera aðra góða umfjöllun því það hafa svo mörg merki komið með BB krem á markaðinn síðan þá – og sum merki fleiri en eitt! HÉR getið þið lesið fyrri umfjöllunina – ég held að þessi færsla eigi metið í athugasemdum hjá mér svo ég er spennt að sjá hvort þessi komi til með að slá hana út!

Kröfur okkar til farða hafa mikið breyst núna á nokkrum árum ég man þegar það þótti ótrúlega flott þegar það var þétt áferð yfir allri húðinni en í dag viljum við bara varla að það sjáist að við séum með farða. Þar af leiðandi þá gerum við sterka kröfu til snyrtivörumerkja um að gera góðar vörur sem gefa húðinni okkar glóð og náttúrulega áferð og einfaldlega draga fram og leggja áherslu á það fallega við húðina okkar. Mér finnst mörg merki hafa svarað því kalli og það mjög vel t.d. með því að koma aftur með BB kremin á Evrópskan markað. Eins og ég tók fram í síðustu BB umfjöllun þá stendur BB fyrir Blemish Balm eða Beuty Balm – nafnið segir allt sem segja þarf því hugsunin á bakvið vöruna er að gera húðina flekklausa og fallega – það má eiginlega segja að þetta séu multi-task snyrtivörur!

Það var húðlæknirinn Dr. Christine Schrammek sem fann uppá BB kreminu á 6. áratug síðustu aldar og var það ætlað til að vernda húðina eftir aðgerðir sem voru gerðar á henni með laser og gefa henni um leið smá lit og létta þekju. En það var ekki fyr en þessi tegund krema var kynnt í Suður Kóreu og Japan sem það fór almennilega að vekja eftirtekt og það hefur stundum verið kallað leyndarmál Kóreskra leikkvenna.

Loksins þurfið þið ekki að halla haus – ég náði að láta þetta lúkka vel í Power Point:):)


Ég hef prófað öll BB kremin sem koma fram í færslunni og mér líkar við hvert og eitt þeirra þau eru öll gjörólík en eiga það sameiginlegt að draga fram bestu eiginleikana í húðinni minni. Ég nota BB krem daglega og ég mæli með því að þið gerið það líka – ef þið viljið fá þéttari áferð en ykkur finnst BB kremið vera að gefa ykkur notið þá bara smá farða yfir þau því þau eru gerð til að nota sem primer.

Ekki hika við að senda athugasemdir eða póst ég svara öllum spurningum eftir bestu getu:)

EH

Sýnikennsluvideo #1

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Helga

    8. March 2013

    Takk fyrir góða umföllun :) ein spurning – veistu til þess að það séu fleiri til án parabena/óæskilegra efna ?

    • Nei, ég tók bara sérstaklega eftir þessu að þar sem ég las um þetta krem áður en ég prófaði það var tekið svo skýrt fram að það væri án Parabena:)

  2. Harpa

    8. March 2013

    ekki búin að prófa frá loreal? því það er það eina sem ég hef prófað og mér fannst það mjög fínt (tók ljósasta litinn) fyrir utan hvað það var samt appelsínugult – tók eftir því í dagsbirtu… þannig fýlaði það ekki mikið en svo í bb færslunum þínum elskar þú öll bb kremin hehe. lenti ég bara á lélegu bb kremi?

    • Jú ég skrifaði um hann í síðustu BB færslu – linkurinn er þarna fyrir ofan;) en já ég veit ég er makeup sökker og finn alltaf það sem er gott við allar snyrtivörur haha – svo finnst mér líka bara gaman að skrifa um það sem mér líkar vel, það er hvorki gaman að skrifa eða lesa um eithvað sem er ekki gott… það finnst mér alla vega;)

      en L’oreal kremið kemur náttúrulega bara í 2 litum t.d. núna er ljósari liturinn of dökkur fyrir mig svo ég get ekki notað það – svo ég myndi segja að þú hafir bara lent akkurat á kremi sem hentar ekki þínu litarhafti:( en kíktu á smashbox kremið litirnir þar eru ótrúlega náttúrulegir!

  3. Jónína

    9. March 2013

    Takk fyrir frábæra umfjöllun. Þú mælir hins vegar með öllum kremunum svo nú veit ég ekkert hvað ég á að velja! Er með mjög þurra og viðkvæma húð, mjög ljósa – jafnvel hálf gagnsæja. Er eitthvað eitt sem þú gætir mælt með fyrir mig frekar en annað?

    • hehe já ég veit þetta er vandamálið við að vera makeup fíkill;) en eins og ég segji hérna fyrir ofan þá finnst mér skemmtilegast að skrifa um það sem ég er hrifin af og oftast næ ég að sjá alltaf það góða við allar snyrtivörur! En þau krem sem ég hef prófað sem mér fannst góð fyrir svona ofur ljósa húð eru MAC, Smashbox, Gosh og Diorskin Nude svo ég er búin að minnka aðeins úrvalið fyrir þig. Mæli með því að þú farir bara í Hagkaup Smáralind og kíkir á þau öll – þar eru Smashbox, Dior og Gosh – svo er reyndar MAC í Debenhams í hinum endanum. Veldu svo það sem fer þínu litarhafti best og það sem þér finnst áferðafallegast;)

      • Jónína

        9. March 2013

        Takk, geri það! :)

  4. Halldóra

    9. March 2013

    Er eitthvað BB krem sem hentar feitri húð ? Ég er með mjög feita húð og í svona medium lit..

    • Heyrðu það er að koma nýtt bb krem frá Maybelline sem er sérstaklega fyrir þína húð og svo er líka til hjá MAC:)

  5. LV

    10. March 2013

    Ég er með áberandi holur í húðinni og ljót ör eftir bólur, hvaða krem ætli henti mér best ?

    -LV

    • Þá myndi ég halda að þú myndir vilja krem sem gefur þétta áferð – tékkaðu á Smashbox, Bobbi Brown eða Gosh kremunum:) Mæli með því að þú gerir þér bara ferð inní Hagkaup í Smáralind ef það er séns þar eru þau öll til sölu og þú getur svona aðeins borið saman áferðina;)

  6. Sigrún

    10. March 2013

    Ég er með mjög skrýtna húð, fæ bólur og er feit í húðinni í lok dags en þegar ég set á mig farða er ég með þurrkubletti. Hef alltaf átt erfitt með að nota púður því húðin verður alltaf í þurrkblettum.
    Núna er ég að nota BareMinerals sem mér finnst snilld því oft fannst mér ég verða svo skinkuleg af fljótandi meiki en BM er bara laust púður svo oftast fæ ég þurrkubletti á ennið og kringum nefið þrátt fyrir að bera feitt krem á mig á undan. Gæti BB krem hjálpað til við þetta?
    Er einmitt með mjög ljósa húð svo með hverju myndirðu mæla? :)

    • Sko ég ætla að segja að þú þurfir að nota feitt rakakrem á morgnanna ég er með mjög þurra húð og hef góða reynslu af kremum frá L’Oreal, Shiseido og Dior – hef skrifað um þau þú ætti að finna þau með því að smella á flokkana hér til hliðar sem eru merktir þeim merkjum:) Svo ætla ég að segja að þú eigir að fá þér olíulaust BB krem eins og t.d. það frá Maybelline sjálf hef ég mjög góða reynslu af því með mína þurru húð. Olíuleysið í kreminu ætti ekki að skipta neinu máli þar sem þú færð nóga næringu frá kreminu:) Svo er bara gott að vera með litlaust púður á sér yfir daginn til að matta húðina af og til ég nota púður frá Shiseiodo:)

      • Anonymous

        11. March 2013

        Takk :)