Ég ætla að reyna að leggja uppúr því að vera með eina góða og langa snyrtivöruumfjöllun á viku á RFJ. Hér fyrir neðan er færsla vikunnar sem eins og efnið gefur til kynna er búin að vera lengi í gerð en mér finnst mikilvægt að koma með vandaðar og stærri umfjallanir með þessu stuttu því stundum hef ég bara svo mikið að segja;)
BB kremin hafa svo sannarlega sigrað hjörtu íslenskra kvenna ég hef áður skrifað um þó nokkur BB krem en mér fannst nauðsynlegt að gera aðra góða umfjöllun því það hafa svo mörg merki komið með BB krem á markaðinn síðan þá – og sum merki fleiri en eitt! HÉR getið þið lesið fyrri umfjöllunina – ég held að þessi færsla eigi metið í athugasemdum hjá mér svo ég er spennt að sjá hvort þessi komi til með að slá hana út!
Kröfur okkar til farða hafa mikið breyst núna á nokkrum árum ég man þegar það þótti ótrúlega flott þegar það var þétt áferð yfir allri húðinni en í dag viljum við bara varla að það sjáist að við séum með farða. Þar af leiðandi þá gerum við sterka kröfu til snyrtivörumerkja um að gera góðar vörur sem gefa húðinni okkar glóð og náttúrulega áferð og einfaldlega draga fram og leggja áherslu á það fallega við húðina okkar. Mér finnst mörg merki hafa svarað því kalli og það mjög vel t.d. með því að koma aftur með BB kremin á Evrópskan markað. Eins og ég tók fram í síðustu BB umfjöllun þá stendur BB fyrir Blemish Balm eða Beuty Balm – nafnið segir allt sem segja þarf því hugsunin á bakvið vöruna er að gera húðina flekklausa og fallega – það má eiginlega segja að þetta séu multi-task snyrtivörur!
Það var húðlæknirinn Dr. Christine Schrammek sem fann uppá BB kreminu á 6. áratug síðustu aldar og var það ætlað til að vernda húðina eftir aðgerðir sem voru gerðar á henni með laser og gefa henni um leið smá lit og létta þekju. En það var ekki fyr en þessi tegund krema var kynnt í Suður Kóreu og Japan sem það fór almennilega að vekja eftirtekt og það hefur stundum verið kallað leyndarmál Kóreskra leikkvenna.
Loksins þurfið þið ekki að halla haus – ég náði að láta þetta lúkka vel í Power Point:):)
Ég hef prófað öll BB kremin sem koma fram í færslunni og mér líkar við hvert og eitt þeirra þau eru öll gjörólík en eiga það sameiginlegt að draga fram bestu eiginleikana í húðinni minni. Ég nota BB krem daglega og ég mæli með því að þið gerið það líka – ef þið viljið fá þéttari áferð en ykkur finnst BB kremið vera að gefa ykkur notið þá bara smá farða yfir þau því þau eru gerð til að nota sem primer.
Ekki hika við að senda athugasemdir eða póst ég svara öllum spurningum eftir bestu getu:)
EH
Skrifa Innlegg