fbpx

BB Cream – 8. Undur Veraldar

BB cream hafa farið sigurför um heiminn á undanförnum mánuðum. Ég held ég hafi aldrei séð neina förðunarvöru ná svona miklum vinsældum á svona stuttum tíma. En ég skil vinsældirnar vel. Ég er sjálf lítil farða manneskja en ég nota hann samt sem áður alltaf kannski helst vegna þess að ég veit að það er gott fyrir húðina mína að nota farða því hann veitir henni svo góða vörn bæði gegn sól og áreiti frá umhverfinu í kring. Daglega vel ég að vera ekki með of þéttan farða en þegar ég sá að það væri komin vara sem gerir það sama fyrir húðina og rakakrem og farði – í einu – þá varð ég að prófa. Ég er búin að vera að nota BB cream síðan í júní og ég gæti ekki verið sáttari. Meirað segja hefur kremið dregið alveg úr pínulitlum óléttueinkennunum sem voru farin að rísa upp í húðinni minni – s.s. hormónabólurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Eins og er veit ég um 6 krem sem eru komin á markaðinn hér heima, ég er búin að fara og pota í þau öll og kynna mér fyrir hvað þau standa. Það sem ég hef sérstaklega gaman af er að sjá að þau eru öll svo ólík en eru öll með þetta sérstaka touch sem BB krem  gefa húðinni.

BB stendur fyrir Blemish Balm eða Blemish Base. Varan sló upphaflega í gegn í Asíu og er núna í ár að koma inná Evrópskan og Amerískan markað í fyrsta sinn. BB kremin gefa húðinni ótrúlega góða næringu og á hiklaust að nota á hverjum einasta degi.

Öll kremin eiga það sameiginlegt að innihalda mikla og góða sólarvörn. Þetta er mikill kostur því við viljum ekki að húðin okkar eldist ótímabært þess vegna er mikilvægt að vernda hana fyrir geislum sólar sem er helsti valdur að hrukkum. Það er ekki síður mikilvægt að nota sólarvörn á veturna því þó við sjáum ekki endilega sólina þá þýðir það ekki endilega að hún sé ekki þarna. Annar kostur er að kremin eru öll svo létt svo þau dreifast rosalega vel yfir húðina svo þið þurfið ekki að nota mikið magn í einu þess vegna endist hver túpa í langan tíma – ég er nota bene ennþá að nota sömu túpuna síðan um miðjan júní – og ég nota kremið á hverjum degi!

Ég hvet ykkur allar til aða fara núna og fá ykkur BB krem það er gott fyrir húðina að hafa farða á sér yfir daginn sama hvernig hann er og við íslenskar konur þurfum bara aðeins að venjast því:)

EH

Oroblu og Ella

Skrifa Innlegg

32 Skilaboð

  1. Selma

    18. September 2012

    En hver er munurinn á þessum kremum og venjulegu lituðu dagkremi? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. September 2012

      Litað dagkrem er aðeins þéttara í sér og meira eins og farði á meðan það er hægt að líkja BB kremi við gott rakakrem með léttum lit. BB kremunum er líka ætlað að hafa áhrif á húðina, bæta útlit hennar. Eftir 2 vikna notkun hurfu allar mínar hormónabólur t.d. og húðin fékk ferskari blæ og er ekki eins þreytuleg. Það er mun hærri sólarvörn í BB kremum og mörg hver eru með svona anti-age áhrif, eins og Clinique kremið. Ein er mun minna litaval hjá BB kremunum helst bara 2 litir sem síðan aðlagast að þínu litarhafti:) Ef þú ert búin að vera að nota litað dagkrem mæli ég með því að þú prófir BB-ið næst og finnir muninn sjálf. Það á líka að muna smá í verði alla vega af þessum sem ég hef keypt;)

      Vona að þetta svari spurningunni:)

  2. ylfa

    18. September 2012

    ó já! þetta er æði. Ég er háð kreminu frá Clinique.

  3. Selma

    18. September 2012

    já ég skil, glæsilegt takk fyrir þetta, verð að prufa svona næst!

  4. Helga

    18. September 2012

    Hvert þeirra er svo best? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. September 2012

      hahaha:) – ég er ekki viss um að ég geti svarað þessari spurningu með góðri samvisku, ég er svo hrifin af þeim öllum og bara BB kremum yfir höfuð ég get ekki einu sinni gert uppá milli maskara ég á svona 20-30 uppáhalds og alltaf að uppgötva nýja;)

      Leyfðu mér að sofa á þessu og ég skal sjá hvort ég geti gert uppá milli á morgun:)

  5. Sæunn

    18. September 2012

    Sofðu endilega á þessu, ég er mikið búin að spá í hvaða BB krem ég eigi að kaupa, námsmannabudgetið býður ekki uppá á prufa öll :)

  6. Kristín

    18. September 2012

    Hvar er hægt að kaupa Garnier vörurnar? :-)

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. September 2012

      Alla vega inní Iceland versluninni í Kópavogi og Fjarðarkaupum:) Ég man ekki alveg hvort það er komið á fleiri staði en ég skal láta þig vita:)

  7. Gerður

    18. September 2012

    Ég hef verið að nota kremið frá Body Shop og mæli hiklaust með því … gott krem, flott verð!

  8. Guðný

    18. September 2012

    Hvaða týpu af BB kremi notar þú? eða frá hvaða merki.

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. September 2012

      Ég prófaði öll þessi krem fyrir umfjöllunina fannst það svona best áður en ég færi e-h að blaðra útí loftið;) – en í morgun setti ég á mig L’Oreal kremið en hver veit hvað ég geri á morgun er mikill flakkari á milli. Er ein af þeim sem finnst að húðin eigi aldrei að venjast neinu einu of lengi því annars getur hún orðið viðkvæm fyrir nýjungum;)

  9. Hanna

    18. September 2012

    Ég segi það sama, væri til í að vita hvað öllum finnst best. Er að reyna að velja á milli Estée og clinique.

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. September 2012

      Ég held það sé þá um að gera að gera sér ferð t.d. í Smáralind eða í Kringluna, rölta á milli og prófa allt sem er í boði. Í Hagkaupum Smáralind eru t.d. öll merkin nánast á sama 10 fermetra svæði og Body Shop rétt hjá:)

  10. Sigga

    19. September 2012

    Ég nota BB-kremið frá Maybelline-get mælt með því :)

  11. Una

    20. September 2012

    Notaru primer undir BB kremið ? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      20. September 2012

      Nei – þess þarf raunar ekki því hann inniheldur flesta eiginleika primers. En svo er sniðugt að nota hann þá sem primer undir farða ef þú vilt fá aðeins betri þekju.

  12. ásta

    20. September 2012

    ég er með blandaða húð (stundum vel þurr og svo öfugt) og ég nota blöndu af clinique og garnier(fyrir feitu húðina), fær fullkominn léttleika en mér finnst clinique kremið aðeins of “feitt” fyrir mig!

  13. Reykjavík Fashion Journal

    20. September 2012

    Sniðugt! – en svo er líka maybelline kremið olíulaust sem er rosa gott þegar húðin verður aðeins of olíumikil. Ég er með alveg skraufþurra húð en samt leið mér mjög vel með það í framan, þá passaði ég bara að nota gott rakakrem undir:)

  14. Auður

    20. September 2012

    Ég hef heyrt góða hluti um Maybelline kremið. Ég hreinlega helt að það væri ekki til á íslandi. Veistu hvar ég get keypt það ?

  15. Rakel

    23. September 2012

    Seturu kremið á með puttunum eða notaru bursta? :)

  16. Ásta

    25. October 2012

    Nú er ég að nota púður frá Mac eða Kanebo – gæti ég skipt þessu út eða notað bæði?

    • Reykjavík Fashion Journal

      26. October 2012

      BB kremið er raunverulega miklu léttara en púðurfarði – af því það er eiginlega ekki farði. Þú gæti t.d. notað BB kremið og ef þú vilt fá meiri þekju sett smá púður yfir það. BB kremið virkar þá eins og eins konar primer sem heldur púðrinu á sínum stað allan daginn – en gefur húðinni mun meiri vörn og raka en púðrið:)

  17. Sigrún

    31. October 2012

    Hæ ég er með rosalega þura húð og er að vellta því fyrir mér hvað af þessum kremum hentar fyrir mig. Núna nota ég rosalega feitt dagkrem en samt er húðin mín mjög þurr.
    Getur maður bæði notað dagkerm og BB krem saman?

    • Reykjavík Fashion Journal

      31. October 2012

      úff – ég er eins, húðin mín skrælnar alveg upp í þessum kulda en ég nota alltaf gott rakakrem áður en ég ber á mig BB kremið. Nota Hydrafresh Nutrisimme f. mjög þurra húð frá L’Oreal og svo annað hvort Dream Fresh BB frá Maybelline – það er reyndar olíulaust en algjört rakabúst samt – eða Smashbox BB það er aðeins þykkara:)

  18. Hafdís

    31. October 2012

    Takk fyrir flotta umfjöllun á BB kremunum, hef einmitt verið að spá mikið í hvaða tegund ég ætti að kaupa en hef aldrei vitað nógu mikið um kremin fyrr en ég las þetta :) fer beinustu leið út í búð á morgun og kaupi eitt stk BB krem :D

  19. Hildur

    21. July 2013

    Ég prófaði BB kremið frá Maybelline og myndi ekki kaupa það aftur, það er reyndar mjög létt og fljótandi, þ.a.l. gott að bera það á andlitið en lyktin af því er ofboðslega vond, minnir mig helst á málningarlykt og svoleiðis er nú ekki gaman að lykta… er að hugsa um að prófa Clinique næst.

    • úff það er ekki gott – en það er um að gera að prófa sig áfram þangað til þú finnur þitt rétta krem. Ég hef ekkert nema gott að segja um kremið frá Clinique og innan skamms er væntanlegur samanburður á CC og BB kremunum frá merkinu;) Ef þú vilt hins vegar hafa kremið fljótandi þá er BB kremið aðeins þykkara en CC kremið frá merkinu – endilega tékkaðu á báðum í næsta snyrtivöruinnkaupaleiðangri ;)