Ég sagði ykkur frá því í síðustu viku að ég fór á kynningu á snyrtivörumerkinu By Terry í Madison Ilmhúsi. Eftir kynninguna fékk ég nokkrar vörur til að prófa og ég lofaði lesendum að segja frá því hvernig mér líkaði nú vörurnar. Ég gæti ekki verið ánægðari með þær en ég verð að leyfa Baume de Rose að fá sína eigin færslu svo hann falli örugglega ekki í skugga neinnar annarar vöru sem er þó ekki mikil hætta á.
Baume de Rose er þekktasta varan frá Terry de Gunzborg sem stofnaði merkið By Terry. Þetta er einstakur varasalvi sem ég nota oft á dag og varirnar mínar hafa aldrei verið betur nærðari og fallegri en síðan ég fór að nota þessa vöru.Einn helsti kosturinn við hann er að það er hægt að nota hann á svo marga vegu. Þetta er ekki bara varasalvi sem nærir varirnar, Baume de Rose gefur vörunum einstakan og náttúrulegan gljáa eins og gloss. Þið getið sett hann á ykkur fyrir nóttina og notað hann þannig sem varamaska, þið getið borið hann á naglaböndin ykkar til að næra þau. Svo getið þið auðvitað líka sett hann yfir varaliti til að gefa litum flottan glans og gljáa.
Baume de Rose inniheldur 48 virk efni sem eru unnin úr rósum en það á við margar aðrar vörur frá merkinu líka.
Varirnar mínar verða svo fallegar þegar ég er með þennan varasalva sem er að mínu mati einstakur. Ef þið hafið ekki prófað hann þá krefst ég þess að þið farið niðrí Madison Ilmhús í Aðalstræti og fáið að prófa hann. Ég lofa ykkur því að þið eigið ekki eftir að geta staðist það að kaupa ykkur eins og eitt stykki.
Þessi varasalvi er héðan í frá ómissandi í minni snyrtibuddu og ég skil nú afhverju þetta er vinsælasta varan hjá By Terry og afhverju það er sérstaklega verið að halda uppá 10 ára afmæli hans í ár!
EH
Skrifa Innlegg