fbpx

Balenciaga – ég tók andköf!

Hugsið um fallegan sumardag, þið eruð á ströndinni og horfið á öldurnar skellast í sjónum – sumar flíkurnar í sumarlínu Balenciaga minntu mig á þessar aðstæður, það ætti að vera nokkuð augljóst hvaða flíkur það eru.

Mér fannst orðið mýkt lýsa því nokkuð vel sem kom niður pallinn, þó svo flíkurnar væru svartar þá gerði hönnunin á þeim það að verkum að þær voru mjúkar, dragtirnar eru sniðnar að þvílíkri fullkomnun að annað eins hefur varla sést – ég kunni líka vel við það að hann Nicolas (Ghesquieres) var ekki að setja yfirþyrmandi klæði við þær heldur voru bara einfaldir hvítir toppar fyrir innan. Merkið hefur lengir verið þekkt fyrir þessar fullkomlega sniðnu flíkur en þeim var samt blandað inná milli annarra nýrra flíkna þannig tryggir hönnuðurinn að einkenni merkisins týnist ekki og við áhorfendurnir förum ekki að kvarta of mikið.

Hér sjáið þið brot af því sem í boði var núna í morgunsárið:
Það er 90’s fílingur yfir þessu öllu saman með smá hint af grunge svo Balenciaga ætti alveg að passa inní tískuna fyrir næsta sumarið. Mín uppáhalds lúkk eru klárlega fyrsta lúkkið og bláa dragtin.

En hvað finnst ykkur?

EH

Fallegt Vintage á ebay

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. loa

    27. September 2012

    Bara eiginlega allt flott, síst topparnir ferköntuðu,(minna mig a stífa smekki úr plasti:/ ) og makeup línan MM er mjög falleg:)