fbpx

Aukahlutir frá Sephora

Á ÓskalistanumLífið MittMakeup ArtistMakeup Tips

Á vafri mínu um internetið eitt kvöldið datt ég eins og svo oft áður inná heimasíðu snyrtivöruverslunarinnar Sephora. Þetta er mín uppáhalds verslun í öllum heiminum – kemur það einhverjum á óvart. Einn draumurinn er að standa fyrir opnun Sephora á Íslandi mikið myndi það gleðja mig ef ég myndi ná því markmiði.

En í línu sem Sephora selur undir sínum eigin merkjum í versluninni er að finna ýmsa skemmtilega aukahluti sem ég verð nú að eignast og prófa því þeir eru bara tær snilld. Ég tók hér saman þá helstu sem mig langar til að prófa.

Three’s A Crowd Pleaser:
s1507326-main-LheroHér er á ferðinni pakki af þremur mismunandi blot tissjúum. Hér eru það Lavander, Vítamín C og Tea Tree tissjú. Tea Tree tissjúin eru frábært fyrir olíumikla húð en Tea Tree er þekkt fyrir að draga úr óhreinindum í húðinni. Tissjúin eru ætluð til að fríska uppá húðina og laga förðun til yfir daginn – svo velur maður bara það tissjú sem hentar.

Targeted Eye Remover Swabs:

s1479112-main-LheroEkkert sull – hér eru á ferðinni eyrnapinnar með augnhreinsi í sér! Þessir redda málunum við eyelinergerð eða þegar maskarinn smitast já eða þegar þarf að fullkomna mótun varanna. Þetta er varan sem kom þessu vafri mínu um Sephora á stað – ég verð að prófa svona. Annar endi pinnanna inniheldur smá magn af aunghreinsi sem tekur meirað segja vatnsheldar augnförðunarvörur. Það er ábyggilega ekkert nema snilld að ferðast með svona eyrnapinna – já eða snyrtipinna.

The Sculptort Makeup Sponge:

s1468305-main-Lhero

Mér finnst lagið á þessum svampi gera hann mjög spennandi til að prófa. Svampurinn frá Real Techniques er í miklu uppáhaldi hjá mér og mig langar dáldið að prófa þennan – eiginlega frekar en Beauty blenderinn fræga hann hefur ekki enn náð að heilla mig nógu mikið til að ég verði að prófa hann. Miðað við lögun svampsins get ég ímyndað mér að það sé þægilegt að nota hann.

A Step Ahead Foot Smoother:

s1519669-main-LheroAllt til að komast hjá því að þurfa að finna mér tíma til að fara í fótsnyrtingu. Hér er á ferðinni græja sem á auðveldan hátt pússar til hælana, fjarlægir dauðar húðfrumur og harða húð og skilur mjúka og fallega fætur eftir sig. Græjan er handhæg en hún virðist fara vel í lófa.

Eyebrow Stencils:s1564806-main-LheroMig hefur alltaf langað til að prófa svona augabrúnastensla – bara til að prófa þá. Ég held reyndar að augabrúnir verði alltaf fallegri ef maður mótar þær eftir þeirra náttúrulegu lögun en það sakar ekki að testa þetta er það nokkuð :)

Bright Up Close LED Makeup Mirror:

s1564103-main-LheroJá takk hver væri ekki til í að vera með svona snilldargræju til staðar til að taka upp þegar lýsingarskilyrði eru slæm og já það gerist furðu oft. En hér er á ferðinni handhægur stækkunarspegill með frábærri lýsingu sem bætur aðstæður til förðunar svo um munar! Spegilinn er hægt að koma fyrir á sléttum yfirborðum eins og á flísar, spegla eða bílrúður.

Swoon Lip Gloss Pick Up Artist:

s1585843-main-LheroHverjum leiðist ekki það þegar maður nær engan vegin að klára varaglossið sitt vegna þess að burstinn nær ekki til þess sem er eftir af formúlunni því hún situr neðst á botninum! Með Swoon græjunni er það vandamál úr sögunni eins og þið sjáið hér…p385723-av-02-Lhero

Disposable Mascara Wands:

s1601020-main-LheroÉg nota ótrúlega mikið af maskaragreiðum í starfi mínu. Eina sem er leiðinlegt við það að úrvalið af stökum greiðum er af skornum skammti og því nota ég mikið bara nýjan maskara á hverja fyrirsætu eða þá sem ég er að farða til að ég nái að vinna maskarann eins og ég vil. Það er náttúrulega kannski ekki góð nýting en þá fær yfirleitt sú sem ég nota maskarann á að eiga hann. En hér eru ekki bara gúmmígreiður á ferðinni heldur í alls konar mismunandi lagi – ég verð að prófa þessar. Svo er ekkert mál að hreinsa þær með augnhreinsi eftirá og auðvitað sótthreinsa svo til að nota aftur.

Brush Wand:

s1340496-main-LheroMunið þið eftir blýöntunum eða litunum sem litu nokkurn vegin svona út – ég átti alla vega svoleiðis þegar ég var lítil og fékk smá nostalgíu tilfinningu þegar ég sá þennan bursta. Hér eru á ferðinni fjórir burstar sem hægt er að nota til að gera alls konar augnfarðanir. Ég veit þó ekki hvort þessir myndu duga mér en mér finnst þetta skemmtileg hönnun á förðunarburstum.

Precision Pore Cleansing Pad:

s1233691-main-LheroHér er á ferðinni öflug hreinsigræja sem þið nuddið yfir andlitið til að ná að þrífa hana sem best og til að ná óhreinindum sem liggja lengra inní húðinni. Ég er nú voðalega sátt við Olay burstann minn og árangrinum sem ég hef náð með honum. Ég er reyndar að prófa aðra hreinsigræju núna sem ég er í skýjunum með og hlakka til að segja ykkur frá. En af reynslu minni undanfarið með svona hreinsihjálpartæki þá finnst mér þau svo sannarlega vera að virka.

Ó hvað ég er eiginlega fegin að Sephora sendir ekki til Íslands því þá væri þetta allt á leiðinni til mín… En mér finnst gaman að vafra bara um vefverslanir og pæla í því sem fæst í þeim án þess kannski mögulega að kaupa alltaf allt. En þetta eru þó vörur sem ég ætla mér að kíkja á verði þær enn fáanlegar næst þegar ég kemst í Sephora.

EH

Varalitadagbók #23

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Guðrún

    26. July 2014

    Nei í alvöru, endilega koma Sephora til Íslands!! einmitt ekki endilega bara útaf förðunar-og snyrtivörunum, heldur einmitt útaf svona snilld, hjálpartækjum og græjum!!

    • Sammála! Annars lumar nola.is á nokkrum skemmtilegum græjum sem ég þarf endilega að bæta í safnið. En Sephora til Íslands er verðugt verkefni sem væri gaman að geta keyrt í gang! :D

  2. Bengta María

    27. July 2014

    Ég elska Sephora.. ! Þekkiru einhverja leið til að versla hjá þeim online og fá sent til landsins…? Kannski í gegnum Shopusa.. ef það er ennþá til.

    Og takk fyrir skemmtilegt og fróðlegt blogg :)
    Kv. Ein vongóð ;)

    • I wish… því miður þá hefur það sjaldan gengið hjá mér bara að panta og senda á vinafólk sem er búsett í USA. En ég ef ég fer í Sephora land þá kíki ég alltaf við og næli mér í eitthvað sniðugt – þekki ekki persónulega til shop usa en ég veit ekki betur en að það sé starfandi enn :)

      Takk fyrir fallega kveðju***

  3. Jóna

    28. July 2014

    Ég er eiginlega bæði glöð og svekkt að það sé ekkert Sephora hér á landi, ég væri líklegast að fara í gegnum gjaldþrotameðferð ef búðin væri nær mér. En að sama skapi svekkt af því að þetta er uppáhalds búðin mín í öllum heiminum.

    En annars þá hef ég prófað svona eyebrow stensla, hélt þetta væri rosalega sniðug græja þar sem þumalfingurnir eru 10 þegar ég er að reyna að lita augabrúnirnar sjálf. En mér fannst þetta ekki henta mér, þar sem ég er með svo endalaus löng hár á augabrúnunum að þegar ég fer í plokkun/vax þá fer ég eiginlega í klippingu líka, augabrúnirnar mínar eru svona Bjarni Fel style, löng og krullótt hár, og svo eru þau mjög gisótt líka. Svo ég var aldrei að ná að lita þau almennilega með stenslunum, og ég þorði heldur ekki að klippa áður en ég mótaði þau með stenslunum því ég var svo hrædd um að ég væri jafnvel búin að klippa of mikið til að geta mótað þau. En ég hugsa amt að þetta henti nú fyrir fólk með venjuleg augnhár

  4. Marta Rún

    28. July 2014

    vá hvað ég er að fara hafa þennan lista með mér næst þegar ég fer út !!
    KV Marta

  5. Hjördís

    31. July 2014

    Ég a svona, A Step Ahead Foot Smoother, algjör snilld og fáránlega auðvelt í notkun. Maðurinn minn notar þetta ekki minna en ég :)