fbpx

Auðveld leið til að halda augabrúnunum góðum

Ég Mæli Með

Ég fer reglulega og læt vaxa á mér augabrúnirnar en þess á milli snyrti ég þær bara sjálf heima. Ég er með dökk hár og þess vegna finnst mér það alltaf sjást vel þegar hárin fara að vaxa. Mér finnst ekkert leiðinlegra en að plokka augabrúnirnar svo ég ákvað að prófa nýjung frá Veet sem er vax sem er ætlað til að fjarlægja hár úr andlitinu.

Vaxið er í laginu eins og tvöfaldur gloss – bleiki hlutinn er vaxið og það hitið þið með því að leyfa stautnum að liggja í sjóðandi heitu vatni í smá tíma. Stúturinn er í laginu eins og stútur á túbuglossi svo það er auðvelt að bera það á og setja það meðfram boganum á augabrúnunum. Með fylgja svo blöð sem þið leggið á vaxið og kippið þeim svo af. Eftir að ég var búin að vaxa þá notaði ég kremið sem var í hvíta hlutanum og bar það á svæðið sem ég vaxaði til að kæla húðina.

Ég varð sjúklega stressuð þegar ég var að vaxa augabrúnirnar um að ég myndi kippa þeim öllum af – en allt gekk vel eins og þið sjáið hér fyrir neðan;)

Þetta byrjaði reyndar ekki vel hjá mér, fyrst voru blöðin ekki að festast almennilega sama við vaxið sama hvað ég nuddaði fast – vaxið virkaði ekki og engin hár fóru. Þá ákvað ég að bíða aðeins og leyfa vaxinu að kólna og þá gekk þetta miklu betur. Svo ef þið prófið þetta ekki hafa vaxið of heitt – svo virkar þetta ekki á of stutt hár. Hárin verða að vera sirka 3 mm alla vega miðað við mínar augabrúnir.

EH

Varalitadagbók #17

Skrifa Innlegg