fbpx

ATMO

Blog

Eitt flottasta verslunarhúsnæði á Laugaveginum er í þann mund að lifna við aftur og fyllast af dásamlegum gersemum. Núna á morgun opnar húsið og þar verður hægt að versla beint við íslenska hönnuði og fleiri aðra. Þar verður líka hægt að skoða og kaupa nýjustu tískulínuna frá Oroblu og nýju vörurnar frá L’Oreal og þar verða meðal annars öll nýju naglalökkin sem voru að koma sem eru hver öðru girnilegri. Þau minna á Depend lökkin í stærð en eru með ótrúlegri endingu. Ég ákvað að prófa endingatímann núna um daginn setti á mig flottan brúnan lit á laugardaginn og ekkert undir- eða yfirlakk og viti menn það er enn eins og nýtt:)HÉR getið þið lesið ykkur meira til um ATMO – sjáumst þar!

EH

Barbie

Skrifa Innlegg