fbpx

Ástfangin af höttum – nýtt merki í Jör#3

Á ÓskalistanumFashionFylgihlutirJólagjafahugmyndirShop

Þá er komið að því að kynna ykkur fyrir næsta merki sem verður fáanlegt í dömudeild JÖR sem opnar einmitt á fimmtudaginn – eru örugglega ekki allir búnir að melda sig í partýið HÉR. Eitt af merkjunum sem verður fáanlegt eru hattar eftir Janessu Leoni. Því miður voru hattarnir sem við sáum á tískusýningu JÖR í byrjun ársins ekki settir í framleiðslu en það er frábært að það hafi fundist svona hrikalega flott merki þá í staðin.

Janessa Leoni sagði í viðtali um daginn hún hefði fengið æði fyrir höttum þegar hún eignaðist einn vintage hatt í París. Hún segir að hún hafi mikið verið stoppuð og spurð útí hattinn og þá hafði það runnið upp fyrir henni að það vantaði flotta hatta – svo hún tók málin í sínar eigin hendur.

” “My grandfather’s Italian, and I grew up wearing hats — it was just a natural look for me. But when everyone stopped me, it clicked: There was a void in the market.”

Hún segist hafa lagt mikla vinnu í það að leita af góðum framleiðanda til að gera hattana og fyrsta línan hennar leit dagsins ljós í febrúar á þessu ári. Þökk sé þessum fallega vintage hatti sem varð á vegi hennar í París og frábæru fólki í JÖR hafa íslenskar konur nú kost á að eignast flotta hatta. Hattar eru án efa einn heitasti fylgihluturinn í dag ef marka má tískupíur heimsins. Ég hvet ykkur til að lesa viðtalið við hana Janessu HÉR.

Hér sjáið þið sjúkar myndir af flottu höttunum alveg æðisleg 70’s stemmingin sem er svo áþreifanleg á þeim – dýrka næst neðstu myndina þar sem fyrirsætan situr uppá bílnum og er í útvíðum flauelsbuxum. Pant plís vera svona töff einhver tíman.

20131210-124019.jpg20131210-124037.jpg

 

 

 

20131210-124059.jpg

20131210-124147.jpgMér finnst hattarnir með fjöðrunum ótrúlega girnilegir – love it!20131210-124225.jpg

Finnst þessi hér dökkblái með þétta brúna bandinu æði – þennan er án efa mikið hægt að nota við flottar og stórar ullarkápur og kósý trefla – ég mæli með þessari kápu HÉR – vonandi verður hún mín.

Það er ekki langt síðan ég eignaðist sjálf fínan hatt sem er nógu flottur að mínu mati til að nota dags daglega – svo ég er mjög spennt að eignast fleiri fína hatta frá þessu flotta merki. Hatturinn minn er kannski ekki úr mestu gæðaefnunum og mér finnst dáldið leiðinlegt að ólin sé saumuð í hattinn svo það sést (sjáið það vel á myndinni). Ég hlakka til að eignast einn eða jafnvel fleiri almennilega….hatturcollage-620x620

Sjúkir hattar sem hún Janessa gerir og sérstaklega flottar lookbook myndirnar – fýla töffaravibe-ið sem er yfir þessum myndum gerir mig ennþá meira skotnari í höttunum! Amma mín var að finna einn lítinn töffarahatt í geymslunni um daginn sem er held ég af pabba og bræðrum hans eða jafnvel af afa þarf að komast að aðeins meiru um hann áður en ég sýni ykkur hann almennilega.Við mæðginin verðum alla vega mega töffarar á Laugaveginum í vetur með hattana okkar;)

Ég ætla mér að taka þessu hattamerki fagnandi það er alltof erfitt að finna flotta hatta hér á Íslandi svo takk JÖR fyrir að bæta þetta – ég hef án gríns pælt í því að stela veiðihattinum hans pabba sem er grænn með fjöðrum á – en nú fæ ég mér bara minn eigin;)

EH

 

 

Hátíðarvarir #3 - Rouge in Love

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Hafdís

    10. December 2013

    Elska fallega hatta! Hlakka til að fara og skoða þessa :)

  2. Helena

    10. December 2013

    Fallegir hattar! Veistu eitthvað hvað verðið á þeim verður hjá þeim? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. December 2013

      ohh þeir eru truflaðir – var að skoða þá núna í kvöld hjá þeim og fá þeir eru svo veglegir og töff! En þeir verða á sirka 27.000 ;)