Kvöldið í gær var æðislegt! Byrjuðum á því að fara út að borða á forréttabarinn og ef þið hafið ekki prófað drífið ykkur þá! Ég fékk mér önd, aspas með parmaskinku og svínahnakka með ostapoppi (var óvenjulega gott) og í desert var það súkkulaðikaka með hinberjaís og karmellusósu – ég fæ bara vatn í munninn við að horfa á myndirnar;) Lúðurinn var svo haldinn í Hörpunni og stofan mín vann 3 lúðra veiveivei!
Kjóll: Monki
Jakki: Vintage – eBay
Sokkabuxur: Tulle – Oroblu
Skór: Manía
EH
Skrifa Innlegg