fbpx

Alber Elbaz & skordýrin

FallegtFashionFyrirsæturTrend

Nei þetta er ekki umfjöllun um nýja barnabók heldur um haustlínu eins af elstu tískuhúsum Parísar, Lanvin. Línan er dimm og sérkennileg, stórir og miklir skartgripir – sumir í laginu eins og skordýr eða hálsfestar. Förðunin var í dekkri kantinum og setti sinn svip á heildarlúkk fyrirsætanna sem skörtuðu þeirri förðun. Dökkblár litur var mest áberandi í gegnum sýninguna – flíkurnar voru vel sniðnar, kjólar með fallegum pilsum sem minntu á dinglandi kirkjubjöllur á pallinum. Loð kemur ennþá sterkara inn næsta vetur skv mörgum hönnuðum og þeim þykir flottast að para þá saman við leður.

Hér fyrir neðan sjáið þið þær flíkur sem mér fannst flottastar – það voru ekki margar skordýraflíkur sem rötuðu á þann lista en HÉR getið þið séð fleiri myndir og dæmt línuna fyrir ykkur sjálfar:)

Á köflum sérkennileg en samt svo forvitnileg lína – og myndin af Alber sjálfum er snilld!

EH

Fyrir ykkur*

Skrifa Innlegg