fbpx

Afmælisdress

Afmælisdagurinn var fullkominn í alla staði og um kvöldið bauð unnustinn mér á besta pizzustaðinn í bænum – La Luna, mæli hiklaust með honum. Að því loknu var svo haldið í bíó á James Bond, ætli ég hafi ekki verið sú sem var mest overdressed en þegar maður á afmæli þá má víst allt:)

Jakki: H&M
Skyrta: GK
Sokkabuxur: Bordeaux, Oroblu
Skór: Vagabond
Klútur: Spúútnik
Úr: gjöf frá besta

Skyrtan er frá merkinu Suit sem er mitt uppáhalds inní GK, einfaldar og vel gerðar flíkur á mjög góðu verði á samtals fjórar flíkur frá þeim og ég nota þær mikið. Þau eru líka með karlmannsflíkur frá merkinu og þær eru ekkert síðri.

Nú sit ég heima með marengstertu og franska súkkulaði og bíð eftir foreldrum og systkinum í smá afmæliskaffi – horfi útum gluggann á alla fallegu haustlitin í Elliðárdalnum alsæl með að vera orðin einu ári eldri:)

EH

Fyrsti Vetrardagur

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Edda Sigfúsdóttir

    29. October 2012

    Þú ert bara svo sæt! Til hamingju elsku vinkona með daginn þinn!

  2. Kristín P

    30. October 2012

    Mikið varstu fín og sæt! <3