fbpx

Afi Áttræður!

Yndislegi afi minn varð áttræður núna í byrjun september. Mér finnst ótrúlega mikil forréttindi að eiga svona síungan afa sem er ennþá útivinnandi – hann situr ekki við skrifborð heldur stekkur hann uppá fjöll með útlendinga í eftirdragi og sýnir þeim náttúruperlur Íslands. Afi minn er besti afi í heimi og er alltaf til staðar fyrir mig og frændsystkini mín alveg frá því að við kúrðum nýfædd á bumbunni hans og til dagsins í dag. Þar á milli eru ófá skutlin niðrí bæ á djammið þegar foreldrarnir nenntu ekki að skulta okkur – eða vissu ekki að við værum að fara á djammið. Mér finnst einstakt að hugsa til þess að litli kúturinn minn fái að eiga langafa og langömmu sem eru ennþá í stuði og ég hugsa að langömmu lagið verði spilað á fullu og textanum breytt í langafa stöku sinnum þar sem þau eru bæði vís til að klifra uppá húsþak og taka lagið á gítarinn. Um helgina var síðan haldið uppá árin 80 og það var frábært að fá að hlusta á fólk tala svo fallega um afa – tárin runnu niður kynnarnar hjá mér og honum:)

Þessi mynd er tekin uppí sveit á afmælisdaginn hans afa þar sem við ákváðum að bera saman bumburnar okkar – afi á ennþá vinninginn, sjáum til eftir nokkrar vikur:)

Til hamingju með afmælið afi minn!

EH

Mini Wang

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Pattra's

    10. September 2012

    Svo mikið dúllulegt! Xx

  2. Erna Viktoría

    11. September 2012

    Haha snilld, dúlla : )))

  3. Edda Sigfúsdóttir

    11. September 2012

    Haha en skemmtilegt! Innilega til hamingju með afa þinn!!

  4. védís

    11. September 2012

    Skemmtileg mynd :)