fbpx

Að vera mamma…

Lífið MittMömmubloggTinni & Tumi

Undanfarið hafa synir mínir átt allan minn tíma, Aðalsteinn er erlendis og við erum búin að vera bara þrjú saman síðustu daga og síðustu dagar hafa verið svo dásamlegir og ég hugsa á hverjum degi, oft á dag hvað ég er heppin. Ég fór í kjölfarið svona aðeins að hugsa um móðurhluverkið og hvað það þýðir fyrir mig. Mig langaði svona aðeins að skrifa um það, á þessum fallega degi getur maður ekki annað en brosað framan í heiminn þrátt fyrir að eiga stundum dáldið bágt…

Að vera mamma…

Þýðir að stundum er ég öll þakin í gubbi, slefi, pissi og kúk, en það er allt í lagi því ég á alveg sérstaklega öfluga þvottavél og æðislegan bletta hreinsi.

Þýðir að ég hef aldrei tíma til að taka til, en það er allt í lagi þó það sé allt í rusli hér þá gerum við bara lautarferða stemmingu í stofunni og borðum á gólfinu því það er allt fullt af þvotti á borðstofuborðinu.

Þýðir að ég fer aldrei ein á klósettið lengur, en það er allt í lagi því það er alltaf einhver að spjalla við mig og segja mér eitthvað skemmtilegt – iðulega eru það þó „mamma ertu að pissa eða kúka?“.

Þýðir að ég er stöðugt að skipta á kúkableyjum, en það er allt í lagi því ruslafatan hér rétt fyrir utan íbúðina svo það stutt að fara með ólyktina út!

Þýðir að ég er stanslaust þreytt en það er allt í lagi því ég er venjulega vakin með knúsum og kossum.

Þýðir að ég er með sundurslitinn líkama og slappa húð en það er allt í lagi því líkaminn minn var fyrsta heimili sona minna sem eru það dýrmætasta sem ég á í þessum heimi.

Þýðir að ég er aldrei á réttum tíma þegar ég á að mæta einhvers staðar en það er allt í lagi því allur tími sem ég eyði með þeim er mér svo mikils virði.

Þýðir að ég kemst aldrei í bíó en það er allt í lagi – ég sé Everest bara þegar þeir flytja að heiman ;)

Þýðir að stundum þarf ég að gráta smá, en það er allt í lagi það er líka stundum erfitt að vera mamma og það er gott að læra að maður þarf ekki alltaf að vera fullkominn.

Þýðir að ég mun ábyggilega aldrei fá síðustu kökusneiðina aftur en það er allt í lagi ég mun njóta þess að gleðja strákana mína með því að leyfa þeim að fá hana.

Þýðir að ég mun eftir nokkur ár skutla þeim fram og til baka útum allan bæ á æfingar hér, í heimsóknir þar en það er allt í lagi því ég mun þá vonandi hjálpa þeim að skapa sér verðmæta reynslu og eignast vináttu sem mun endast þeim ævilangt.

Þýðir að gólfin mín verða alltaf skítug um leið og ég þríf þau, en það er allt í lagi hver þarf að vera með hrein gólf þegar maður á svona yndisleg börn.

Þýðir það að þurfa að kveðja börnin sín á morgnanna þegar maður fer með þau í leikskólann er það erfiðasta í heiminum sem maður þarf að venjast en það er allt í lagi því ég veit hvað hann mun skemmta sér konunglega vel með vinum sínum.

Þýðir það að ég kemst kannski ekki alltaf allt sem ég vil, en það er allt í góðu því ég á bestu börnin í öllum heiminum og fæ að skapa minningar með þeim.

Þýðir það að í staðin fyrir að fara að djamma með vinkonum mínum þá mæti ég eldsnemma á morgnanna í mömmuhittinga eða barnaafmæli – það er sko miklu skemmtilegra líka!

Screen Shot 2015-10-10 at 3.45.27 PM

Að vera mamma er það besta sem ég hef nokkurn tíman gert á ævinni. Það er á köflum alveg ofboðslega erfitt ég viðurkenni það alveg fúslega en þetta er besta hlutverk sem ég gæti nokkur tíman óskað mér!

EH

Haustlitirnir eru mættir...

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Hilma Rós Ómarsdóttir

    10. October 2015

    Svo sannarlega það besta í heimi!

  2. Anna Lilja Einarsdóttir

    10. October 2015

    Að vera mamma er án efa það dásamlegasta í heimi! Svo ótrúlega erfitt stundum en svo yndislegt að það erfiða fellur algjörlega í skuggann :) Ótrúlega fallegur texti hjá þér og svo sannur. Ég á tvo stráka líka á svipuðum aldri og þetta líf er bara ævintýri :)

  3. Jóna Júl

    10. October 2015

    Er þessi færsla ekki stolin, ekki einu sinni haft fyrir því að breyta titlinum eða neitt frá upphaflegu færslunni frá Rannveigu sem var gestabloggari á fagurkerum, skiljanlega enda með mjög flotta færslu.
    Innihaldið aðeins aðlagað að börnunum á þeim aldri sem þau eru en annars eins færslur.

    Mér fannst ég hafa lesið þessa færslu áður og fór að leita og fann einmitt upphaflegu frá 3. okt á fagurkerum

    Kveðja
    svekktur lesandi sem hafði smá traust fyrir heiðarleika í skrifum þínum

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. October 2015

      Kæra Jóna veistu ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða að fara að gráta…. Færslan sem þú nefnir er einhver sem ég kannast ekki við að hafa lesið því miður. Öll orðin hér að ofan eru mín og beint frá innstu hjartarótum, orðin eru 200% mín og ég fúslega viðurkenni að þessi athugasemd þín særir mig – síðan mín hefur alltaf verið mín eigin, orðin allltaf mín eigin og reynslan alltaf mín eigin.

      Þessi orð eru mín eigin engin sagði mér að skrifa þau enginn lánaði mér þau – þau eru mín upplifun á móðurhlutverkinu og því að þegar ástandið virðist stundum svart og allt svona frekar ómögulegt stundum þá getur maður alltaf fundið kost, smá heiðskírt loft í þoku sem gerir allt svo miklu betra.

      Þegar maður hefur barist við fæðingarþunglyndi, meðgönguþunglindi og kvíðaröskun lærir maður að horfa á björtu hliðarnar og allt það yndislega sem lífið hefur uppá að bjóða. Það var eingöngu það sem ég var að reyna að gera hér.

      • nafnlaus

        11. October 2015

        Þessi bloggari á fagurkerum hefur eflaust skrifað svipaða færslu, og örugglega fullt af öðrum konum :)
        Það breytir því ekki að þessi færsla getur (og virðist vera að öllu leyti) mjög einlæg og lýsir upplifun höfunar hér að ofan.
        Það eru margir sem minnast á gubb og bleyjuskipti, þreytu, minna djamm og tímaskort sem fylgir móðurhlutverkinu, enda er það eflaust upplifun flestra og því ekki ólíklegt að fleiri en einn bloggari skrifi um það ;)

        Annars tengi ég sem móðir við margt þarna, en vil þó taka fram að maður hefur þó líka tíma fyrir vini og bíóferðir svona endrum og eins :)

    • Anita

      11. October 2015

      Jóna. Ég las færsluna hjá Rannveigu þegar hún kom út. Ég las þessa grein þegar hun kom út og mér fannst ég ekki vera að lesa sama hlutinn tvisvar.
      Finnst þetta frekar hart að þér að saka Ernu um svik.
      Þetta eru yndisleg skrif hjá þer Erna, takk! Þurfti á henni að halda :)

    • Hafdís

      11. October 2015

      Ég las bæði greinina hér og á fagurkerum og það eina sem þær eiga sameiginlegt er að þær lýsa upplifun höfunda af móðurhlutverkinu.

      “Að vera mamma” er einfaldur titill sem fleiri hafa nýtt sér í gegnum tíðina, svo ekki láta þér bregða þó fleiri greinar í framtíðinni munu bera sama titil og jafnvel fjalla um sama efni, enda margar konur sem hafa upplifað það að verða mæður og fleiri bætast í hópinn reglulega.

      Það er rosalega ómerkilegt að saka fólk um ritstuld, sérstaklega þegar það á sér enga stoð í raunveruleikanum. “Aðgát skal höfð í nærveru sálar” – gott að muna þetta.

  4. Rósa

    11. October 2015

    Ó svo sammála Erna. Alveg besta og skemmtilegasta hlutverk sem ég hef tekið að mér í lífinu en jafnframt það erfiðasta líka :)

  5. Elva Rún

    11. October 2015

    Æðisleg grein ♡

  6. Sonja

    11. October 2015

    Flott skrifad

  7. Auður

    11. October 2015

    Takk fyrir þessa grein Erna! ótrúlega falleg skrif og klárlega eitthvað sem hittir í hjartastað hjá mér :) þetta er besta hlutverk í heimi!

  8. Freyja

    12. October 2015

    Jà, þessar elskur kunna sko að sýna manni aðra hlið á þessu lífi. Knúsum, njótum og elskum!