Undanfarið hafa synir mínir átt allan minn tíma, Aðalsteinn er erlendis og við erum búin að vera bara þrjú saman síðustu daga og síðustu dagar hafa verið svo dásamlegir og ég hugsa á hverjum degi, oft á dag hvað ég er heppin. Ég fór í kjölfarið svona aðeins að hugsa um móðurhluverkið og hvað það þýðir fyrir mig. Mig langaði svona aðeins að skrifa um það, á þessum fallega degi getur maður ekki annað en brosað framan í heiminn þrátt fyrir að eiga stundum dáldið bágt…
Að vera mamma…
Þýðir að stundum er ég öll þakin í gubbi, slefi, pissi og kúk, en það er allt í lagi því ég á alveg sérstaklega öfluga þvottavél og æðislegan bletta hreinsi.
Þýðir að ég hef aldrei tíma til að taka til, en það er allt í lagi þó það sé allt í rusli hér þá gerum við bara lautarferða stemmingu í stofunni og borðum á gólfinu því það er allt fullt af þvotti á borðstofuborðinu.
Þýðir að ég fer aldrei ein á klósettið lengur, en það er allt í lagi því það er alltaf einhver að spjalla við mig og segja mér eitthvað skemmtilegt – iðulega eru það þó „mamma ertu að pissa eða kúka?“.
Þýðir að ég er stöðugt að skipta á kúkableyjum, en það er allt í lagi því ruslafatan hér rétt fyrir utan íbúðina svo það stutt að fara með ólyktina út!
Þýðir að ég er stanslaust þreytt en það er allt í lagi því ég er venjulega vakin með knúsum og kossum.
Þýðir að ég er með sundurslitinn líkama og slappa húð en það er allt í lagi því líkaminn minn var fyrsta heimili sona minna sem eru það dýrmætasta sem ég á í þessum heimi.
Þýðir að ég er aldrei á réttum tíma þegar ég á að mæta einhvers staðar en það er allt í lagi því allur tími sem ég eyði með þeim er mér svo mikils virði.
Þýðir að ég kemst aldrei í bíó en það er allt í lagi – ég sé Everest bara þegar þeir flytja að heiman ;)
Þýðir að stundum þarf ég að gráta smá, en það er allt í lagi það er líka stundum erfitt að vera mamma og það er gott að læra að maður þarf ekki alltaf að vera fullkominn.
Þýðir að ég mun ábyggilega aldrei fá síðustu kökusneiðina aftur en það er allt í lagi ég mun njóta þess að gleðja strákana mína með því að leyfa þeim að fá hana.
Þýðir að ég mun eftir nokkur ár skutla þeim fram og til baka útum allan bæ á æfingar hér, í heimsóknir þar en það er allt í lagi því ég mun þá vonandi hjálpa þeim að skapa sér verðmæta reynslu og eignast vináttu sem mun endast þeim ævilangt.
Þýðir að gólfin mín verða alltaf skítug um leið og ég þríf þau, en það er allt í lagi hver þarf að vera með hrein gólf þegar maður á svona yndisleg börn.
Þýðir það að þurfa að kveðja börnin sín á morgnanna þegar maður fer með þau í leikskólann er það erfiðasta í heiminum sem maður þarf að venjast en það er allt í lagi því ég veit hvað hann mun skemmta sér konunglega vel með vinum sínum.
Þýðir það að ég kemst kannski ekki alltaf allt sem ég vil, en það er allt í góðu því ég á bestu börnin í öllum heiminum og fæ að skapa minningar með þeim.
Þýðir það að í staðin fyrir að fara að djamma með vinkonum mínum þá mæti ég eldsnemma á morgnanna í mömmuhittinga eða barnaafmæli – það er sko miklu skemmtilegra líka!
Að vera mamma er það besta sem ég hef nokkurn tíman gert á ævinni. Það er á köflum alveg ofboðslega erfitt ég viðurkenni það alveg fúslega en þetta er besta hlutverk sem ég gæti nokkur tíman óskað mér!
EH
Skrifa Innlegg