fbpx

Á óskalistanum: náttsloppur

Á ÓskalistanumInnblásturLífið Mitt

Ein af þeim flíkum sem hefur verið hvað lengst á óskalistanum mínum er góður náttsloppur. Mig langar í einn tímalausan, ekki of þykkan, ekki of þunnan, ekki of síðan og ekki of stuttan. Helst þéttan en ekki gegnsæjan og ég gæti lengið talið áfram – mögulega áttið þið ykkur á því hvers vegna þessi flík hefur verið svona lengi á óskalistanum – því ég hef aldrei fundið hinn eina rétta.

Mig dreymir um að vakna á morgnanna (helst hætt að snooza – ég er ekki aðdáandi þess sem fann upp á snooze takkanum), fara fram í fallega náttsloppnum mínum og eiga bara dásamlega stund með kaffibollanum mínum á meðan ég les helstu fréttir vikunnar og borða morgunmat með strákunum mínum. Það eina sem mig vantar í þessa drauma er náttsloppurinn…

Ég hlakka síðan til að eiga einn svona dásamlegan kósýdag þar sem ég get bara slakað á í fínum náttslopp með kaffibolla og helst sleppt því að fara út fyrir hússins dyr allan daginn þá væri það fullkomið. En fyrst þarf ég að strika yfir svo mikið á to do listanum mínum – það er eiginlega hálfgrátlegt.

Á meðan ég „nýt þess“ að taka uppúr pappakössum og setja saman IKEA húsgögn getið þið byrjað að láta ykkur hlakka til því seinna í dag set ég inn nýtt haustvideo með vörum úr haustlínu Lancome – French Idole. Næstu video verða svo meðal annars frá Chanel, Dior, Bourjois, Maybelline og L’Oreal. Já ég ætla sko að fókusera á allan verðskalann!

Eigið dásamlegan dag og ef þið lumið á góðum tipsum um hvar ég get fundið fallegan kósý náttslopp væru þau vel þegin. Munið svo eftir því að MAC varaliturinn Kelly Yum Yum er enn up for grabs en ég dreg af handahófi úr athugasemdum á morgun. Fyrir ykkur sem eruð nú þegar búnar að senda inn athugasemd takk kærlega fyrir öll þessi fallegu orð þið eruð svo sannarlega dásamlegar og heimsins yndislegustu lesendur!

EH

Þú gætir eignast einn af þessum!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anonymous

    7. September 2014

    Georg Jensen náttsloppurinn á Hotel Egilsen er fastur í draumum mínum!