Þetta hafa nú verið meiri dagarnir hjá mér og mínum undanfarið en nú krosslegg ég fingur og vona að allt horfi til betri vega alla vega get ég í dag í fyrsta sinn síðan á fimmtudaginn staðið bein í baki, þó sársaukinn sé enn til staðar er þetta lítill sigur í átt að vellíðan. En öll þessi veikindi hafa sett smá strik í reikninginn og nokkrar færslur sem áttu að koma inn fyrir jól ekki enn ratað hingað. Ég ætla að gera mitt besta til að leiðrétta og við sjáum hvernig það gengur. Ein af þessum færslum er þessi hér, um fallega íslenska skartgripamerkið A.G.N. Einstaklega fallegir munir sem myndu sóma sér vel inní jólapakka og undir fallegu jólatréi.
Ég sýndi hálsmenið mitt einmitt á Instagram um daginn, þið sjáið það hér fyrir neðan en þetta eru alveg fullkomnir skartgripir fyrir mig sem höndla ekki vel að vera með mikið glingur dags daglega. Ég er rosalega minimalísk þegar kemur að skarti og það þarf mikið til að ég grípi í stóra glingrið sem ég á í tonnatali ofan í skúffu.
Ég er voðalega hrifin af þessu hálsmeni en keðjan er alveg extra þunn og glæsileg og ég er með Blue Topaz um hálsinn, blái liturinn hentar mér mjög vel þar sem ég er mikið í þeim lit og svo hef ég aðeins verið að færa mig útí silfur undanfarið. Svo á ég reyndar mjög fallegt gyllt hjarta sem ég fékk þegar ég fæddist og ég gæti þá þrætt steininn uppá það til að gera hálsmenið ennþá persínulegra.
Steinarnir eru til í alls konar fallegum litum og ég fékk að smella af nokkrum myndum til að sýna ykkur…
Ég er skotin í alveg ótrúlega mörgum öðrum litum og þessi lillablái heillar mikið, mér finnst heldur ekkert að því að vera með tvö svona hálsmen og þá væri hægt að hafa keðjurnar bara missíðar.
Merkið A.G.N. heitir í höfuðið á vinkonunum þremur sem gerðu skartgripina saman þeir fást nú í búðinni Boutique Bella á Skólavörðustígnum. En það eru ekki bara hálsmen í boði heldur líka alveg tryllinglega flottir hringar sem eins og hálmenin eru minimalískir, klassískir og mjög elegant.
Snúrurnar eru svona ekta hringar sem er hægt að stafla mörgum saman og hafa á fleiri en einum fingri og jafnvel blanda með öðrum hringum, hún Ninna einn af eigendum merkisins var svo indæl að vera handamódel svo ég gæti nú aðeins sýnt ykkur betur hvernig þeir koma út :)
Ég verð að segja að ég er alveg dolfallin yfir hringunum með stóru steinunum, þetta er bara einn sá fallegasti hringur sem ég hef séð og hver veit nema svona gripur verði fyrir valinu sem giftingarhringur enda er ég allt annað en hefðbundin þegar kemur að þessu blessaða brúðkaupi mínu :) Mér finnst þetta líka mikill Carrie hringur, svona bling sem kallar á athygli en er sam svo einfaldur og elegant.
Svo eru þessir líka glæsilegir fyrir þær sem vilja ekki mikið glingur, en steinana er hægt að velja í nokkrum litum.
Ég er voðalega hrifin af þessu merki og er búin að bera mitt hálsmen nánast uppá dag síðan ég fékk það, að undanskildum síðustu bakmeiðsla dögum en það verður sett aftur upp í tæka tíð fyrir hátíðarhöldin næstu daga. Mikið er ég orðin spennt fyrir jólunum og hlakka til þegar allt verður orðið fínt hér heima og ég búin að pakka öllu inn og get bara notið hátíðarinnar með strákunum mínum. Ég er t.d. mjög spennt fyrir morgundeginum en Þorláksmessa er einn af mínum allra uppáhölds dögum :)
Munið að njóta ekki vera bara í stressi, því jólin koma hvort sem við erum tilbúin eða ekki og þau eru alltof fljót að líða svo ekki gleyma ykkur!
EH
Skrifa Innlegg