fbpx

40 vikur – Settur dagur:)

Lífið MittMeðganga

Í gær var settur dagur – 25. desember – og allar skoðanir og sónarar höfðu sagt það sama en litli kúturinn ákvað þó að hann væri ekki alveg reddí að koma strax. Hver veit nema hann lesi DV og þar af leiðandi umfjallanir föðursins um það hvað fæðingarorlofið bæði hækki og lengist hjá börnum sem eru fædd árið 2013 – verði frumvarp um það samþykkt á alþingi í janúar sem ég tel nú líklegt. Eða þá að honum líði bara svona ótrúlega vel þarna inni. Sjálf held ég að hann ætli sér að verða fyrsta barn ársins sem er eitthvað sem ég og Aðalsteinn höfum grínast með lengi, hvað er skemmtilegra en að enda á forsíðum blaðanna og vera með í fréttatímum og áramótaannál ári seinna – mygluð og uppgefin eftir fæðingu – nei takk! en þið sjáið mig líklega þar svona er ég bara “heppin”.

En við fjölskyldan áttum dásamleg jól, allir fengu fullt af gjöfum meirað segja litli snúðurinn í maganum og hann stóð sig líka vel í að gefa gjafir en meira um það seinna:)

Njótið síðasta frídagsins í bili!

EH

Gleðileg Jól <3

Skrifa Innlegg