fbpx

40 ára afmæli ABBA & Waterloo

Lífið MittMyndbönd

Eftir einungis nokkra klukkutíma á eitt stórkostlegasta lag allra tíma Eurovision sigurafmæli!

Waterloo með hinni frægu hljómsveit ABBA sigraði í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarspstöðva þann 6. apríl 1974. Ég veit ekki með ykkur en þar sem ég ólst upp hjá ABBA aðdáanda nr. 1 – mamma mín – þá kann ég nánast öll ABBA lögin utanað og ég skammast mín ekkert fyrir það. Mamma mín ásamt hennar bestu vinkonu Sædísi halda uppá þetta 40 ára afmæli í kvöld með því að borða góðan mat með mökunum sínum og eflaust er dinnertónlistin Best of ABBA.

960x

Agnetha Fältskog, Björn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad stofnuðu hljómsveitina ABBA árið 1972. Þau vöktu fyrst athygli fyrir sigur sinn í Eurovision árið 1974 en það tók þau þó aðeins fleiri ár að verða jafn fræg og þau urðu á endanum. Tónlistin þeirra er eitt af því sem einkenndi æsku mína og ég tók saman nokkur af mínum uppáhalds – ég átti reyndar mjög erfitt með að velja bara nokkur…

Það er svakalegt að sjá sum þessara myndbanda en þau eru án efa ein besta heimildin fyrir okkur til að sjá hvernig klæðnaðurinn, hárið og förðunin var á þessum tíma.

Hrikalega er þetta skemmtilegt – nú langar mig í ABBA partý!

Ég er líka farin að hlakka alveg ótrúlega mikið til Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva í ár – ég er mikill aðdáandi lags Pollapönkara og hlakka til að sjá þá á sviðiðnu í Kaupmannahöfn. Ég ákvað það að vera bara sjúklega ánægð með hvaða lag sem myndi sigra í íslensku undankeppninni af því ég get voðalega lítið breytt því eftir á hver vinnur og því miklu skemmtilegra að styðja þann sem kemst áfram.

Áfram Ísland – áfram Pollapönk. Hrikalega væri nú gaman ef einhver tíman yrði gerð mynd með lögum Pollapönkara, ætli það sé nú ekki ólíklegt að það gerist en hver veit;)

EH

Marmaraaugnskuggarnir frá Make Up Store

Skrifa Innlegg