Við Aðalsteinn vorum búin að koma okkur saman um það að kaupa saman jólagjöf handa hvort öðru – kaupa eitthvað sem við þurfum á að halda sem maður er kannski ekkert mikið að kaupa bara á venjulegum þriðjudegi. Við vorum búin að tala saman um að kaupa jafnvel kaffivél. Draumavélina fékk ég þó óvænt að gjöf í síðustu viku – það er ótrúlega mikill munur að geta fengið gott kaffi heima hjá sér.
Ég er mikil kaffikona og drekk sirka 3 bolla á hverjum degi – alla vega. Þar af leiðandi eyði ég alltof miklum peningum á kaffihúsum. Núna á morgnanna helli ég bara uppá Cappuccino í nýju kaffivélinni og tek hann með mér í vinnuna – fullkomið.
Vélin sem við fengum heitir Dolce Gusto og í hana er hægt að fá alls kyns kaffi. Þetta eru hylki sem eru sett í vélina – hún er sjúklega einföld í notkun. Ég setti hana bara í smaband, fyllti á vatnstankinn, kveiki á vélinni og býð þangað til ljósið á starttakkanum verður grænt, set hylki í vélina, stilli hvað það á að fara mikið vatn – það fer eftir því hvernig kaffi ég er með en það stendur utan á hylkjunum og ýti svo á heitavatnsmerkið (það er líka hægt að fá kalda drykki úr vélinni).
Þið verðið að afsaka mig en ég er í skýjunum með þessa vél og mæli hiklaust með henni fyrir kaffiunnendur – við vorum búin að vera að skoða þær í Heimilistækjum en hún er líka til stærri og í fleiri litum. Hylkin í vélarnar fæ ég svo bara í Krónunni.
Eins og þið sjáið þá erum við búin að byrgja okkur upp af kaffi fyrir næstu vikur – mitt uppáhalds er Cappuccino og svo Americano þegar mig langar ekki í mjólkina.
Við vorum alltaf með Dolce Gusto vél uppí vinnu þar til hún dó fyrir stuttu. Ég var búin að syrgja hana lengi en nú kem ég bara með kaffi í vinnuna – það liggur eiginlega við að ég taki vélina með mér í vinnuna svo góð er hún. En í staðin þá hlakka ég bara til að koma heim eftir vinnu og fá mér einn góðan bolla. Að sjálfsögðu er það múmínbolli en safnið mitt er orðið ansi stórt ég þarf að fara að sýna ykkur það.
Nú þurfum við bara að fá hugmyndir að nýrri jólagjöf fyrir okkur parið – næst á óskalistanum er plötuspilari þó svo þvottavél sé eiginlega nauðsynlegri…
EH – þessi kaffisjúka!
Skrifa Innlegg