fbpx

Lúkk: Fade to black

AugnskuggarAuguFallegtLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSmashbox

Þar sem Reykjavík Makeup Journal er tilbúið og býður bara þess að vera hlaðið inná síðuna gat ég loksins eytt smá tíma í að gera ný förðunarlúkk til að sýna ykkur.

Ég á það til að detta í að gera alltaf eins augnfarðanir en þegar ég fæ svona flottar og veglegar aungskuggapallettur þá reyni ég nú að sækja innblástur frá litunum og föndra eitthvað skemmtilegt.

Hér fyrir neðan sjáið vörurnar sem ég notaði. Þegar ég geri svona lúkk reyni ég að venja mig á að gera þau alltaf með burstunum sem fylgja pallettunum – það er miserfitt en það er ekkert mál með þessum.

fadetoblack7

Ég byrjaði á því að setja blýnatinn yfir allt augnlokið sem grunn – setjið fyrst blýantinn yfir allt augnlokið uppað globuslínunni og vinnið svo litinn með svampinum sem er hinum megin á blýantinum. Svo rammaði ég litinn inn með brúnum litum úr pallettunni , mýkti áferðina undir augabrúnunum með ljósbrúna skugganum. Ýkti græna litinn í miðjunni með sanseraða græna skugganum og gerði eyeliner með svarta matta skugganum.

Hér sjáið þið útkomuna – innblásturinn sótti ég í eitt af helstu förðunartrendum haustsins, pönkið!

fadetoblack6 fadetoblack2 fadetoblack3 fadetoblack5 fadetoblack4

Ef þið eigið til að verða tómar stundum þegar kemur að augnförðunum þá fylgja leiðbeiningar mörgum augnskuggapallettum og það sem er sérstakt við margar vörurnar frá Smashbox er að aftan á þeim er strikamerki sem þið getið skannað inní símanum ykkar með þar til gerðu appi. Strikamerkið færir ykkur síðan á myndband þar sem förðunarfræðingur frá merkinu sýnir ykkur einfalda augnförðun með vörunum – ótrúlega sniðugt!

EH

Rihanna mætir í MAC

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Fer þér vel að vera með dökkt í kringum augun elskuleg, alltaf svo sæt! Hlakka til að sjá Reykjavík Make Up Journal! xx

    -S

  2. Rósa

    21. October 2013

    Til hamingju með Reykjavík Make up Journal! Er búin að renna yfir það lauslega með kaffibollann í annarri og lýst rosalega vel á :) Hlakka til að lesa það upp til agna!

  3. Sirra

    22. October 2013

    Vá svo fín!