fbpx

Tískufrímerki og Sælgæti á Hönnunarmars

Blog

Mars er sérstaklega skemmtilegur mánuður fyrir þá sem hafa áhuga á hvers konar hönnun. Hönnunarmars hófst formlega í dag og útum alla borg eru sýningar, fyrirlestrar og hönnunarmarkaðir. Þetta er hið fullkomna tækifæri fyrir okkur íslendinga að monta okkur af hönnuðunum okkar. Ég er nú þegar búin að ákveða hvað ég ætla að fara og skoða og svo verð ég nú eiginlega að næla mér í fallegu frímerkin sem Alda og Svenni Speight gerðu og svo er þessi HönnunarMarsipan svolítið ómótstæðilegur;)

Veðrið sem er boðað um helgina spillir nú ekki fyrir og ég vona að það þýði að sumarið sé komið til að vera!

EH

Mars Eyrnaormurinn

Skrifa Innlegg