fbpx

Cherry Blossom

Blog

Ljósmyndari: Aníta Eldjárn
Stílisti: Ásgrímur Már Friðriksson
Förðun: ég með Maybelline
Módel: Kristín Lív og Þórunn Sigurrós hjá Eskimo

Myndaþáttur sem ég gerði með nokkrum snillingum til að kynna tvær af keppendum Next módel keppninnar sem Eskimo stendur fyrir núna í apríl. Ég er mjög montin með myndaþáttinn og sérstaklega af varalitunum sem ég bjó til með því að blanda saman hvítum eyeliner og skær bleikum varalit annars vegar og fjólubláum hins vegar. Þetta er auðvelt ráð ef ykkur langar að prófa að vera með pastel varalit án þess að þurfa að kaupa alveg nýjan lit – bara nota það sem maður á:)

EH

Vintage eBay Gersemar

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Ragnheiður Gyða

    15. March 2012

    Ætlaði einmitt að fara að spyrja nr. hvað varaliturinn væri, hann er rosalega sætur, en mjög sniðug hugmynd að blanda nokkrum saman :)

    • Erna Hrund

      15. March 2012

      Einmitt:) – en ég notaði lit nr 175, Pink Punch á Kristínu (dökkhærða) og 338, Midnight Plum á Þórunni (ljóshærðu) svo bætti ég bara við hvítum eyeliner þangað til liturinn var fundinn. Blandaði litunum saman bara á handabakinu. En þegar maður blandar eyelinernum þá verður liturinn svona mattur en ef þú vilt hafa hann meira shiny þá er hægt að setja bara vasilín eða glæran gloss yfir:)

  2. Ragnheiður Gyða

    15. March 2012

    Já mér fannst hann einmitt svo flottur á andlitsmyndinni af dökkhærðu stelpunni og líka bara öll förðunin og hárið á þeirri mynd, mjög flottur myndaþáttur! En já mjög sniðugt ráð, maður þarf að hafa þetta í huga :)

  3. Litlir Bleikir Fílar

    15. March 2012

    Við viljum vita meira um þennan sæta húnd! Hann myndast svo vel og okkur langar að vita hvort hann hafi fengið einhberja spes förðun. Fílarnir eru bara að spá.

    • Erna Hrund

      15. March 2012

      haha nei hann er bara svona náttúrulega fallegur:) – mig minnir að tegundin heiti Afghan og þessi fallegi hundur heitir Valíant sem á vel við svona hárfagran hund:D