Angelina Jolie í Versace, algjör skvísa og lítur vel út ef óléttuorðrómarnir eru sannir. Hún var með rauðar varir sem er farið að verða hennar signature alla vega á verðlaunahátíðunum í ár. Hún er með flottan eyeliner og fallega skyggð augu. Eitthvað hefur þó gleymst að púðra hana vel því húðin glansar aðeins of mikið fyrri minn smekk alla vega.Michelle Williams í Louis Vuitton by Marc Jacobs, einn af mínum uppáhaldskjólum þetta kvöldið. Svo fallegur litur og ég elska detailana á honum eins og litlu slaufuna á mjöðminni hennar. Förðunin er látlaus eins og áður en varirnar eru bleikar sem er svolítið áhættusamt við svona eldrauðan kjól, ég veit ekki alveg hvort það hafi sloppið hjá henni.Rooney Mara í Givenchy, það eru greinilega skiptar skoðanir á þessum kjóla á veraldarvefnum en ég er mjög hrifin af honum og stílnum hennar þetta kvöld hún minnir mig á nútíma Audrey Hepburn með hárið svona uppsett og rauðar varir. Takið líka eftir löguninni á augabrúnunum – þær eru nánast fullkomnar!Jessica Chastain í Alexander Mcqueen, eins og sést langar leiðir. Mér finnst rauða hárið hennar tóna ótrúlega vel við kjólinn hennar og förðunin er látlaus en eyelinerinn er með spíss sem gefur smá extra. Hefði samt kannski verið gaman að sjá hana með kannski flottan varalit. Förðunin var kannski aðeins of látlaus fyrir Óskarinn.Stacey Kiebler í Marchesa. Kærastan hans Clooneys virðist bara ekki geta valið vitlaust. Hún ber alltaf af að mínu mati. Kjóllinn finnst mér æðislegur en það hefðu þó alls ekki allar getað klæðst honum það er alveg á hreinu!Ég dýrka Gwyneth og lúkkið hennar í fyrra var hún í dásamlegum Calvin Klein kjól og í ár var hún í Tom Ford kjól með herðaslá í stíl. Hún hefur ábyggilega verið mjög ánægð með valið því það var víst frekar kalt á rauða dreglinum í gær. Hún er svo undursamlega falleg þessi kona og ég dýrka að hún hafi bara sett rennislétta ljósa hárið sitt í tagl og hún kemst svo sannarlega upp með það.Cameron Diaz var í undursamlega fallegum kjól frá Gucci. Mér finnst hún alltaf slá í gegn enda með svolítið flottan stílista sjálfa Rachel Zoe. Detailarnir á kjólnum eru alveg dásamlegir og maður sér nánast hvað fór mikil vinna í að gera hann og ábyggilega allt handsaumað.
Yfirferðin heldur áfram í seinna í dag.
EH
Skrifa Innlegg