Sá þessa mynd af Elizabeth Olsen inná Olsen Anonymous í morgun og ég er alveg ástfangin af þessari förðun. Hún er einföld og flott og það besta við að nota svona brúna liti er að sama hversu dökk og mikil förðunin verður hún aldrei of mikil því brúnu tónarnir falla svo vel inní húðina því við erum jú allar með brúna húð bara mismunandi dökka:)
Til að ná þessari förðun mæli ég með Color Appeal Trio augnskuggunum nr 400 frá L’Oréal. Þetta eru mjög náttúrulegir tónar sem henta við hvaða tilefni sem er. Ég er alltaf með þessa liti á mér hvert sem ég fer því þeir eru fullkomnir til að skyggja augu og passa með öllum litum. Einni henta þeir vel til að móta og dekkja augabrúnir sérstaklega grábrúni liturinn. Litirnir eru mattir en samt er mjög einfalt að bera þá á og blanda saman. Til að ná lúkkinu hennar Elizabethar byrjið þá að taka ljósasta litinn og setjið hann yfir allt augnlokið og dreifið síðan vel úr litnum þannig hann nái rétt yfir globus línuna. Takið svo dökkbrúna litinn og setjið hann hálft augnlokið, ytri helminginn, og blandið síðan litunum vel saman svo það sjáist engin skil á milli. Takið loks dekksta litinn og setjið hann meðfram augnhárunum bæði efri og neðri eins og eyeliner og látið hann ná aðeins útfyriri þannig þið fáið svona spíss með augnskugga. Blandið síðan öllum litunum saman í lokin. Svo er það bara nóg af maskara ég mæli með Million Lashes frá L’Oréal sem er í uppáhaldi núna og setjið svartan eyeliner í vatnslínuna. Svo er alltaf fallegt að setja ljósan sanseraðan augnskugga undir augabrúnina til að lyfta augunum upp – highlighta;)Hér sjáið þið Laetitiu Casta sem er ein af andlitum L’Oréal, hún er förðuð með þessum augnskuggum og þið sjáið að förðunin er alls ekki ólík þeirri sem Elizabeth er með.
EH
Skrifa Innlegg