Ég skellti mér í flugvél á laugardagsmorgun þar sem ferð minni var heitið austur á Egilsstaði. Þegar ég var lítil bjuggum við fjölskyldan þar í um það bil 2 ár. Þessi ár voru svo sannarlega frábær og smá munur að alast upp í Reykjavík við ein stærstu gatanmót á höfuðborgarsvæðinu eða í klifrandi í klettunum á Egilsstöðum, yndislegur tími og æskuheimilið, Einbúablá 18 b var heimsótt, hefur varla breyst bara búið að mála þakið sem er svo sem ekkert skrítið. Leiðin mín lá á Neskaupsstað þar sem biðu mín um 10 konur sem komu í förðun fyrir Þorrablót sem var um kvöldið svo var það bara beint uppí vél og heim aftur. Alveg æðislegur dagur:)
Dagurinn í dag var svo bara kósý og rólegur. Skiluðum af okkur tveimur gríslingum sem völdu að koma í sveitina og fá að gista svo kíktum við í afmæli hjá lítilli frænku. Tókum svo túr um Kolaportið og enduðum í kaffi á uppáhalds Te & Kaffi í Austurstræti – er að íhuga að færa lögheimilið þangað;)
Peysa: Nostalgía
Kjóll: Andersen & Lauth
Sokkabuxur: Oroblu
Vona að þið hafið notið ykkar!
EH
Skrifa Innlegg