fbpx

Áramót

Blog

Þið hafið án efa flestar séð fallega áramótapallíettukjólinn minn en það sem ég er svo óákveðin með núna er það sem ég á að vera í við hann. Skórnir, sokkabuxurnar, fylgihlutirnir, förðunin og hárið. Mig langar lúmskt að vera með hárið uppi sem er eitthvað sem ég geri aldrei – þið hafið kannski tekið eftir því – en mig langar bara svo að leyfa kjólnum að njóta sín smá. Ég er líka þannig að ég mála mig aldrei mikið dags daglega er ég nánast ómáluð en svo þegar ég fer fínt út þá er það í mesta lagi eyeliner og/eða varalitur sem ég bæti við efa að ég fari útí glimmerið þetta árið kannski gerviaugnhár í mesta lagi þess vegna er ég smá spennt í að leika mér eitthvað með síða hárið. Hér er ein hugmynd sem ég fékk þegar ég sá hana auðvitað – krulla allt hárið og festa það falleg upp!

Svo eru hér nokkrar aðrar hugmyndir:

Maður getur ekki gert neitt vitlaust með fléttum;)

Svo er ég hrifin af svona lausum snúðum sem virðast vera í rúst en eru sam sem áður skipulagðir og flottir. Myndi þá byrja að krulla allt hárið upp og festa það svo einhvern vegin upp;)

Svo langar mig að reyna að finna flotta risastóra eyrnalokka á morgun sem passa við kjólinn held það sé það mesta sem ég get bætt við hann;)

Vil helst finna þessa;)

Ef ykkur vantar nýjar snyrtivörur eða sokkabuxur fyrir helgina þá er 20% afsláttur af Maybelline – Oroblu – L’Oreal núna í dag, á morgun og á laugardaginn í Hagkaupum um að gera að nýta sér það!

EH

Clueless..

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Íris Tanja

    31. December 2011

    Mér finnst flott að krulla það og setja upp í óreglulegan hnút :) annars finnst mér þú bara alltaf sæt… gamlársknús á þig elskan :*