Síðustu helgi opnaði ný snyrtivöruverslun í Kringlunni sem býður uppá vöru frá merkinu Inglot. Hugsunin a bakvið merkið er að bjóða uppá flottar og góðar snyrtivörur á viðráðanlegu verði.
Ég kíkti í heimsókn í byrjun vikunnar og fékk að taka nokkrar myndir til að deila með ykkur.
Það er ótrúlega mikið og flott úrval af litum og vörum. Eins og þið sjáið á myndunum þá eru rosalega margir litir í boði þegar kemur að bara öllu. Það sem vakti athygli mína voru eyelinerarnir, naglalökkin og varalitirnir. Augnskuggum og kinnalitum er hægt að safna í pallettu, fullt af flottum gerviaugnhárum í boði og flott penslaúrval. Ég þreifaði aðeins á burstunum og skoðaði áferðina á vörunum og við fyrstu sýn þá virtist þetta nú alveg vera eitthvað sem ég þarf að kynna mér betur og prófa. En verðið var svo sannarlega gott.
Verslunina finnið þið á 2. hæð beint á móti skóbúðinni Focus. HÉR finnið þið svo íslensku Facebooksíðu merkisins og getið líklega fengið betri upplýsingar. Ég vona svo að mér gefist fljótlega tækifæri til að prófa vörurnar betur ég held það væri hægt að gera alls konar skemmtileg lúkk með þessum litum – það er svo sannarlega nóg af þeim í boði:)
EH
Skrifa Innlegg