Eruð þið að upplifa það sama og ég? – Tilfinninguna að ykkur sé svo kalt að þið haldið að þið lifið varla daginn af. Það má með sanni segja að desember hafi komið með vetrarkuldann með sér til landsins – en ég er þó ánægð með fallega jólasnjóinn;)
Ég er alla vega að kúra mig inní lopapeysuna mína, í flísfóðruðum sokkabuxum innan undir leggingsbuxunum mínum og hárið sem er í rúst er í fallegum hnút ofan á höfðinu – stundum verður maður bara að reyna að hafa það kósý;)
Framundan er kvöld fyrir framan saumavélina og jólamyndir í tv-inu á meðan, hlakka til!
EH
Skrifa Innlegg