Ég er orðin virkilega spennt að fara á sýninguna sem vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Saga Sigurðardóttir ljósmyndari og Hildur Yeoman fatahönnuður standa fyrir. Sýningin ber nafnið Hamskipti en þetta er önnur sýning þeirra. Sú fyrri, Álagafjötrar var í Gallery Kling og Bang fyrir ári síðan. En núna ætla þær að bæta sig um betur og hafa gert videoverk og lifandi innsetningu. Hljómar bara vel:)
“Grunnstef sýningarinnar tilheyrir heiminum undir yfirborði sjávar þar
sem takturinn er mjúkur og líðandi, en jafnframt kaldur og dimmur. Þar
er að finna ævintýralegan heim goðsagna sem búa á mörkum hins
raunverulega og óraunverulega. Efniviðurinn og litanotkun endurspeglar
heim undirdjúpsins og áhorfandinn stendur frammi fyrir veröld sem er
senn í mótun eða í miðjum straumi tískunnar á augnablikinu þegar
eitthvað nýtt verður til.”
Hér er smá preview af því sem verður í boði fyrir augað á sýningunni.
Hefði ekkert á móti því að ein svona falleg mynd myndi hanga uppá vegg hjá mér. Opnun sýningarinnar er á morgun kl 15:00 í Hafnarborg Hanfafirði. Vonast til að sjá sem flesta þar!
EH
Skrifa Innlegg