Ég man ekki eftir öðru en að hafa alltaf notað maskara frá Maybelline síðan ég byrjaði að mála mig þegar ég var 13 ára gömul og stalst í Great Lash maskarann hjá mömmu minni og setti alltaf smá á neðri augnhárin. Ég verð alltaf eins og lítill krakki á jólunum þegar ég frétti að það sé að koma nýr maskari frá þeim og er venjulega komin með eitt stykki sirka ári áður en hann kemur á markað hér á landi. Þessir þrír maskarar hér fyrir neðan eru í algjöru uppáhaldi svo eru þeir líka svo fallegir á litinn þeir lífga alveg uppá mína snyrtibuddu. En það er líklegra en ekki að það bætist tveir við á þennan lista á næstunni en segi ykkur frá þeim eftir helgi.Falsies: Mottóið hans er að hann gerir augnhárin svo flott að þau líta of vel út – eða eins og þú sért með gerviaugnhár. Burstinn er sveigður og með bæði stuttum og löngum hárum, greiðan er síðan ekki alveg föst við stöngina þannig hausinn gefur vel eftir. Ég var í smá tíma að átta mig á því hvernig ég átti að nota greiðuna þannig að mín augnhár kæmu sem best út. Ég byrja á því að nota greiðuna þannig að hún líti út eins og U þegar ég set hana á augnhárin, þá eru stutt hár á burstanum og þannig fæ ég fallega lengd og nóg af maskara á augnhárin svo sný ég honum á hlið og nota löngu hárin og greiði þannig vel úr aunghárunum og dreifi maskaranum jafnt þau öll. Það hefur komið fyrir að ég hef verið stoppuð úti á götu með þennan maskara og ég verið spurð hvort ég sé með gerviaugnhár og ef ekki hvar viðkomandi geti fengið maskarann sem ég er með, og ég veit að ég er ekki ein um það:)
One by One: Er eiginlega bara eins og Colossal maskarinn en með gúmmíhárum. Einstaklega þæginlegur maskari í notkun hann greiðir vel úr augnhárunum svo þú virðist vera með fleiri augnhár en áður því hvert og eitt hár fær að njóta sín. Augnhárin klessast ekki saman og gúmmíburstar hafa þann frábæra eiginleika að hann passar uppá að maskarinn sé jafn á greiðunni svo þegar þið berið hann á þá fer hann jafnt á augnhárin. Þessi er alveg uppáhalds uppáhalds og svolítið sparimaskarinn minn en ég nota hann bæði dags daglega og svo á kvöldin þegar ég vil fá aðeins meiri maskara, þá set ég bara fleiri umferðir.
Colossal: Snilldar maskari sem inniheldur Kollagen og gerir það að verkum að augnhárin þykkjast vel, umfang þeirra verður 9 sinnum meira en venjulega. Sumir hafa kvartað undan lyktinni af þessum maskara en sterka lyktin er einmitt af Kollageninu hann er sem sagt ekki skemmdur eins og margar konur héldu fyrst þegar hann kom á markaðinn;) Þessi maskari er sá eini sem ég veit til sem er með svona löngum hárum á greiðunni en með þeim greiðið þið vel úr aunghárunum og dreifið maskaranum vel á augnhárin. Svo skemmir ekki fyrir að þessi maskari er líka til 100% svartur og ég nota hann alltaf þegar ég er með svart smoky því þá vil ég kolsvört þykk augnhár sem falla ekki saman við augnförðunina;)
Hér eru svo nokkur maskara tips:
- Ekki láta maskarann þorna á augnhárunum á milli umferða þá er hætta á að hann hrynji. Ég geri þetta þannig að ég skiptist alltaf á set fyrst maskara á annað augað svo hitt svo aftur hitt og þangað til ég er ánægð með útkomuna.
- Ekki pumpa maskarann ykkar því þá myndast inní honum loftbólur sem gerir það að verkum að maskarinn þornar innan frá og eyðileggst fyr.
- Aldrei bæta neinu útí maskarann ykkar – ef ykkur finnst hann vera of þur letfið honum frekar að lyggja í heitu vatni í smá stund. Getið t.d. fyllt glas með heitu vatni og leift honum að standa í því yfir nóttu.
- Endingartími maskara er misjafn en tímaklukkan byrjar ekki að tifa fyrr en þið opnið hann í fyrsta sinn. Svo ef þið rekist einhver tíman á gott tilboð á maskara endilega kaupið nokkra og notið svo bara einn í einu. Maskari á að endast í svona sirka 3-4 mánuði eftir því hvað þið notið hann mikið.
- Setjið smá tissjú undir neðri augnhárin þegar þið eruð að maskara þau þá grípur tissjúið það sem fer annars út fyrir.
Skrifa Innlegg