fbpx

Haustlitir

Blog

Þegar ég var að keyra heim úr dag í vinnunni tók ég eftir öllum fallegu haustlitunum í kringum mig, mér fannst allt í einu eins og tréin hefðu breytt um lit á meðan ég var í vinnunni. Svo ég dreif mig út með myndavélina í smá göngutúr og tók myndir af umhverfinu í kringum íbúðina mína og fékk um leið smá inspiration fyrir skemmtilegt vinnutengt verkefni:)

Þessar seinustu tvær eru algjörlega mínar uppáhalds:) Ef ég væri fatahönnuður þá myndi ég algerlega vera komin með inspiration fyrir næsta collection en í staðin nota ég það bara í förðunina og myndatökur – svona í alvörunni hversu fallegur væri varalitur í sama lit og seinasta myndin;)

Þekkið þið ljósmyndara? Mig vantar ljósmyndara til þess að vinna með sem þarf helst að vera öruggur bæði í stúdíói og úti þar sem mín yndislega Íris stakk af til útlanda;) Getið fylgst með ævintýunum hennar hér: ÍRIS

EH

Pretty Woman

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Íris Björk

    27. September 2011

    Þú ert krútt:* fallegar myndir!! Langar i fallega haustmyndatöku a Íslandi

    • Erna Hrund

      27. September 2011

      Já ég og Andrea eigum eftir að sakna þín:/ ;)