fbpx

Dagurinn Minn

Blog

Ég átti yndislegan kósý dag í dag með tengdafjölskyldunni minni, byrjuðum á því að mæta með vöfflujárn til tengdapabba og framreiða belgískar vöfflur og hjálpa svo til við valið á málverkum á listaverkasýningu sem hann er að halda núna í lok september. Svo lá leiðin í vesturbæinn þar sem mágkona mín var heima með veikan strák – við komum að sjálfsögðu með ís! Svo endaði frábæri dagurinn með bíóferð á nýjustu Söruh Jessicu Parker myndina sem er ekta chick flick fyrir þær sem halda uppá svoleiðis eins og ég;)

Dagurinn í myndum:

Mynd eftir tengdapabba minn, Kjartan Rolf

Ný íbúð í vesturbænum - Ísgerðin!

Sætu frændur - Daníel Elí og Aðalsteinninn minn:*

Sætasta kisan

Dressið í Dag:

Peysa: Monki
Skyrta: Monki
Gallabuxur: Gina Tricot
Skór: eBay
Staður: Sólvallagatan

Sumir dagar eru bara gallabuxnadagar;)

EH

Nýtt í Júniform

Skrifa Innlegg